Erlent

Stærsta sjávarskrímsli heims fannst á Svalbarða

Steingerðar leyfar sjávarskrímslis hafa fundist á einni af eyjunum við Svalbarða. Um er að ræða stærstu sjávarrisaeðluna sem fundist hefur í heiminum.

Það voru norskir vísindamenn sem fundu hina 150 milljón ára gömlu steingerfinga á Svalbarða árið 2006. Risaeðla þessi hefur hlotið gælunafnið Skrímslið en hún var 15 metra löng frá nefi og aftur á halabroddinn.

Uggar hennar voru þriggja metra langir og skoltar hennar voru í líkingu við skolta krókudíls. Að sögn vísindamannana var bitkrafturinn það mikill að Skrímslið hefði getað bitið lítinn bíl í sundur.

Dr. Jorn Hurum við Náttúrufræðasafn háskólans í Osló stjórnaði leiðangrinum sem fann steingerfingana. Hann segir að Skrímslið hafi verið um 20% stærra en sú sjávareðla sem áður var talin sú stærsta.

Skrímslið fannst 2006, var grafið upp í fyrrasumar og síðan hefur verið unnið að því að hreinsa bergið af þeim. Beinin voru sett saman í fyrsta sinn í þessari viku og fyrstu athuganir benda til að eðlan sé af áður óþekktri tegund.

Meðal annara steingerfinga sem fundist hafa við Svalbarða eru sjávareðlur með langan háls í líkingu við það sem talið var að Loch Ness skrímslið liti út



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×