Innlent

„Þeir ætluðu að drepa þessa lögreglumenn"

Miðbær Reykjavíkur. Árásin varð á Laugaveginum þann 11.janúar sl.
Miðbær Reykjavíkur. Árásin varð á Laugaveginum þann 11.janúar sl.

Ungur karlmaður sem varð vitni að árás fjögurra Litháa á rannsóknarlögreglumenn segir greinilegt að mennirnir hafi ætlað að taka þessa ákveðnu lögreglumenn fyrir. Árásin hafi því ekki verið handahófskennd.

Vitnið sem er ungur karlmaður hringdi inn á X-ið 977 fyrr í dag en þá var hann á leið niður í Héraðsdóm til þess að bera vitni í málinu. Aðalmeðferð fór fram í dag. Vitnið var í bíl á eftir BMW bifreiðinni sem Litháarnir stukku út úr.

„Ég sé að lögreglumenn eru á Laugaveginum að leita á einhverju fólki. Þeir voru óeinkennisklæddir en voru með lögreglumerki og tækjabelti þannig að augljóst var að þarna voru lögreglumenn," sagði maðurinn en skyndilega stoppar bifreiðin fyrir framan hann.

„Þá rjúka þrír til fjórir gaurar og hjóla beint í lögreglumennina. Þetta voru ekki nein vettlingatök og er einn hamraður en annar nær að víkja sér frá. Einn er tekinn niður og það er trampað á honum," sagði maðurinn og nefnir að lögreglan hafi beitt táragasi til þess að hafa hemil á mönnunum. „Þeir ætluðu að drepa þessa lögreglumenn."

Hann segir nokkuð ljóst að árásin hafi verið skipulögð. Þarna hafi ekki verið um handahófskennda árás og þeir hafi greinilega ætlað að taka þessa lögreglumenn fyrir. „Ég stóð bara þarna og yppti öxlum, vissi ekkert hvað ég átti að gera. Þeir voru í mjög annarlegu ástandi og það þurfti mikið til þess að stoppa þá," sagði maðurinn og bætti við að lögreglan hefði ekki náð að hafa neina stjórn á mönnunum fyrr en fleiri lögreglubílar mættu þeim til aðstoðar.

Aðspurður um hvort hann teldi líklegt að þessir menn séu herþjálfaðir sagði hann. „Það voru tveir þarna mjög ungir en ég gæti trúað að þeir væru herþjálfaðir, þetta voru engir aumingjar. Lögreglan átti allavega ekki roð í þá."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni með því að smella hér.

Sjá einnig:

Lögreglumennirnir fengu áfallahjálp eftir árás Litháanna





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×