Erlent

Uppskerubrestur úr sögunni?

Korn er mikilvægt mannkyninu
Korn er mikilvægt mannkyninu MYND/Getty

Finnskir og bandarískir vísindamenn hafa uppgötvað genasamband plantna sem orðið gæti til þess að uppskerur gætu þolað mikla þurrka.

Vísindamennirnir segjast hafa uppgötvað genið sem stjórnar því hversu mikinn koltvísýring plöntur taka til sín. Þetta sama gen stjórnar því einnig hversu mikinn raka þær gefa frá sér.

Plöntur eiga stóran þátt í því að viðhalda jafnvægi í andrúmsloftinu með því að taka til sín koltvísýring úr loftinu. Í miklum þurrkum geta plöntur misst allt að 95 prósent af rakamagni sínu.

Vísindamenn hafa nú fundið það genasamband sem stjórnar þessari útgufun. Þeir vonast til þess að geta breytt plöntum þannig að þær haldi áfram að taka til sín koltvísýring án þess að missa of mikinn raka. Þannig gætu plöntur lifað á mjög þurrum svæðum.

Bundnar eru vonir við að hægt verði að yfirfæra þessa uppgötvun yfir á fæðuplöntur eins og t.d. hrísgrjón sem myndi hafa mikil áhrif á stóran hóp fólks á jörðinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×