Lífið

Laugardagslögin rúlla upp áhorfskönnun

Þórhallur Gunnarsson dagskrársjóri Sjónvarpsins
Þórhallur Gunnarsson dagskrársjóri Sjónvarpsins

Tæp 80 prósent þjóðarinnar sáu lokaþátt Laugardagslaganna sem sýndur var í Sjónvarpinu um helgina. Þetta kemur fram í nýjustu könnun Capacent á sjónvarpsáhorfi landsmanna sem birt var í dag.

Í sömu könnun kemur fram að 15 vinsælustu dagskárliðirnir í íslensku sjónvarpi er eru sýndir í Sjónvarpinu. Stöð 2 á fjóra af 30 vinsælustu dagskrárliðunum en Skjár Einn aðeins einn.

"Það er afar ánægjulegt að þjóðin vilji horfa á það sem við höfum upp á að bjóða," segir Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri um niðurstöðurnar.

Þó Laugardagslögunum sé lokið hyggst Sjónvarpið ekki bjóða áhorfendum upp á annan íslenskan skemmtiþátt í staðinn. Spaugstofan verður í bili látin teyma vagninn á laugardagskvöldum ásamt erlendum kvikmyndum. Ekki er hins vegar langt að bíða þar til Mannaveiðar hefja göngu sína en fyrsti þátturinn verður sýndur annan í páskum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×