Lífið

Borgarfulltrúi ber fram bónorð á bloggi

Andri Ólafsson skrifar
Oddný bíður svars frá Hallgrími.
Oddný bíður svars frá Hallgrími.

„Ég bíð í ofvæni, hef ekki fengið svar enn," segir Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi sem í dag bað Hallgrím Helgason, sambýlismann sinn, um að giftast sér á ansi frumlegan máta.

Bónorðið bar Oddný fram á bloggsíðu sinni.

Í samtali við Vísi sagði hún að Hallgrímur væri staddur erlendis og skilaboð á bloggsíðu væri ekki síðri aðferð en önnur til að ná athygli hans.

Ástæðan fyrir því að bónorðið er borið upp í dag er að sögn Oddnýjar sú að á hlaupársdegi sé hér á landi sá siður að konur geta beðið sér eiginmanns, þeir megi ekki neita hjúskapnum en geta keypt sig lausa gegn gjöf eða gjaldi.

„Ég er í felum í Lettlandi,“ sagði Hallgrímur Helgason þegar Vísir náði af honum tali rétt í þessu.

Hann hafði ekki séð bloggfærslu Oddnýjar en sagðist ætla að kíkja á hana snöggvast.

Hallgrímur var léttur á því og nefndi að hann gæti ekki sagt nei samkvæmt þjóðtrúnni. „Það gilda hinsvegar aðrar reglur hérna í Lettlandi,“ sagði Hallgrímur og hló.

Bónorð Oddnýjar má sjá hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×