Innlent

Áttræður situr uppi með ónýtan bíl

Bíllinn hefur orðið fyrir töluverðum skemmdum eins og myndin ber með sér.
Bíllinn hefur orðið fyrir töluverðum skemmdum eins og myndin ber með sér. MYND/Stöð 2

Ökumaður klessti á kyrrstæðan bíl manns á áttræðisaldri við Hraunbæ í Reykjavík fyrir helgi og stakk af. Bíllinn er ónýtur og situr eigandi bílsins uppi með tjónið gefi ökumaðurinn sig ekki fram.

Valdimar Ásgeirsson sem er á áttræðisaldri lagði bílnum sínum fyrir utan Skátaheimilið í Hraunbæ í lok vikunnar og kom að honum klesstum hálftíma síðar. Ökumaðurinn sem klessti á bílinn stakk af. Stýribúnaður bílsins er mikið skemmdur og er bíllinn talinn ónýtur. Lögreglan hefur talað við fjóra sem voru vitni að atvikinu. Talið er að tveir karlmenn í kringum tvítugt hafi verið þar á ferð á bláum Ford mustang.

Vitni segja að ökumaðurinn hafi verið á allt að hundrað kílómetra hraða en hámarkshraði í götunni er 30 kílómetrar. Valdimar situr uppi með tjónið gefi hann sig ekki fram.

Málið er í rannsókn en þeir sem þekkja til málsatvika eru hvattir til að hafa samband við lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×