Innlent

„Við skrifuðum á danska sendiráðið“

Ritstjórn Vísis hefur borist póstur þar sem aðili viðurkennir veggjakrotið á Danska sendiráðinu. Einnig voru tveir fánar dregnir að húni sem tákn um Ungdómshúsið í Danmörku. Uppákoman var vegna þess að eitt ár er liðið frá niðurrifi hússins.

Pósturinn er svohljóðandi:

Við skrifuðum "we will never forget" á danska sendiráðið á Íslandi í tilefni þess að eitt ár er liðið frá niðurrifi Ungdomshússins í Kaupmannahöfn. Hauskúpan hefur verið tákn Ungdómshússins og talan 69 einnig en hún var rituð á annan fánann. Við munum aldrei gleyma og við gefumst ekki upp.

xxx

 

Ungdómshúsið í Kaupmannahöfn var rifið fyrir rétt rúmu ári í óþökk margra ungmenna. Ástandið á götum Kaupmannahafnar var óbærilegt og voru hundruðir handteknir í kjölfar niðurrifsins. Málið valdi mikla athygli og virðast margir ekki enn vera búnir að sætta sig við niðurrifið.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×