Innlent

Birkir leitar að bakpokanum sínum

Birkir Brynjarsson, 19 ára nemandi við Menntaskólann í Hamrahlíð týndi bakpokanum sínum í strætó númer 33 úr Hafnarfirði í gærkvöldi. Pokinn týndist á tímabilinu 21 til 23. Það væri kannski ekki í frásögu færandi nema vegna þess að innihald pokans er metið á um hálfa milljón króna auk þess sem persónuleg gögn týndust einnig.

Birkir lofar veglegum fundarlaunum ef taskan skilar sér og hann heitir þeim sem kunna að hafa tekið hana að leggja ekki fram kæru komist hún í hans hendur á ný.

Í töskunni voru meðal annars Apple MacBook Pro fartölva, myndavél, flakkarar og aðrar græjur sem samanlagt eru metnar á um hálfa milljón króna. „Það eru ómetanleg gögn í þessari tösku," segir Birkir. „Persónuleg gögn einsog ljósmyndir til 3 ára. Lagasmíðar, skólagögn - verkefnavinna og þess háttar. Engin kæra verður lögð fram þegar taskan skilar sér í mínar hendur."

Hægt er að hafa samband við Birki í síma 846-7876, eða koma töskunni til lögreglu.

Í meðfylgjandi skjali má svo sjá nánar innihald töskunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×