Íslenska krónan aldrei veikari gagnvart evru 10. mars 2008 12:00 Íslenskan krónan hefur aldrei verið veikari gagnvart evru og hefur lækkað um þrjú prósent á fjórum dögum. Hver evra kostaði um hundrað og fimm krónur nú fyrir hádegið. Greining Glitnis spáir því að krónan haldi áfram að veikjast fram á mitt ár. Það hefur varla farið framhjá mörgum að krónan hefur verið að veikjast hratt síðustu vikur. Hún lækkaði verulega undir lok síðustu viku, einkum á föstudaginn, og í morgun lækkaði hún um eitt prósent gagnvart evru. Fjölmargir hafa tekið svokölluð myntkörfulán, sem gjarnan eru einhvers konar blanda af evrum, jenum, bandarískum dollurum og svissneskum frönskum. Frá áramótum hefur krónan veikst um tæplega fimmtán prósent gagnvart evru. Evran kostaði tæpar 92 krónur í byrjun árs en nú um 105 krónur. Svissneski frankinn stóð í tæpum 56 krónum í ársbyrjun en er nú um 67 krónur. Lækkunin nemur nærri 20 prósentum. Japanska jenið var um 57 aurar fyrsta janúar en er nú um 67 aurar. Og dollarinn kostaði um 62 krónur um áramót en er nú rösklega 68 krónur. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að menn spáðu því að krónan héldi áfram að veikjast fram á mitt þetta ár. Aðspurður hvort vanskil væru meiri af myntkörfulánum bankans en krónulánum kvað hann svo ekki vera. Ástæðan fyrir veikingu krónunnar nú á eins og fram hefur komið uppruna sinn í vandræðum á bandaríska húsnæðislánamarkaðnum sem leitt hefur til þess að skortur er á lánsfé víðast hvar á erlendum lánamörkuðum. Það hefur heft flæði á fjármagni til Íslands og aukið áhættufælni sem bitnar ekki síst á hávaxtamyntum eins og tyrknesku lírunni og íslensku krónunni. Hitt skiptir líka máli, segir Ingólfur, að við erum að sigla niður í efnahagslægð þar sem verið að draga úr fjárfestingum og fiskveiðum. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Íslenskan krónan hefur aldrei verið veikari gagnvart evru og hefur lækkað um þrjú prósent á fjórum dögum. Hver evra kostaði um hundrað og fimm krónur nú fyrir hádegið. Greining Glitnis spáir því að krónan haldi áfram að veikjast fram á mitt ár. Það hefur varla farið framhjá mörgum að krónan hefur verið að veikjast hratt síðustu vikur. Hún lækkaði verulega undir lok síðustu viku, einkum á föstudaginn, og í morgun lækkaði hún um eitt prósent gagnvart evru. Fjölmargir hafa tekið svokölluð myntkörfulán, sem gjarnan eru einhvers konar blanda af evrum, jenum, bandarískum dollurum og svissneskum frönskum. Frá áramótum hefur krónan veikst um tæplega fimmtán prósent gagnvart evru. Evran kostaði tæpar 92 krónur í byrjun árs en nú um 105 krónur. Svissneski frankinn stóð í tæpum 56 krónum í ársbyrjun en er nú um 67 krónur. Lækkunin nemur nærri 20 prósentum. Japanska jenið var um 57 aurar fyrsta janúar en er nú um 67 aurar. Og dollarinn kostaði um 62 krónur um áramót en er nú rösklega 68 krónur. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að menn spáðu því að krónan héldi áfram að veikjast fram á mitt þetta ár. Aðspurður hvort vanskil væru meiri af myntkörfulánum bankans en krónulánum kvað hann svo ekki vera. Ástæðan fyrir veikingu krónunnar nú á eins og fram hefur komið uppruna sinn í vandræðum á bandaríska húsnæðislánamarkaðnum sem leitt hefur til þess að skortur er á lánsfé víðast hvar á erlendum lánamörkuðum. Það hefur heft flæði á fjármagni til Íslands og aukið áhættufælni sem bitnar ekki síst á hávaxtamyntum eins og tyrknesku lírunni og íslensku krónunni. Hitt skiptir líka máli, segir Ingólfur, að við erum að sigla niður í efnahagslægð þar sem verið að draga úr fjárfestingum og fiskveiðum.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira