Arnar Grant kærður til lögreglu eftir nágrannaerjur Andri Ólafsson skrifar 10. mars 2008 14:04 Líkamsræktarfrömuðurinn Arnar Grant. „Ég vil engin læti, enda hef ég aldrei gert flugu mein," segir líkamsræktarfrömuðurinn Arnar Grant sem stendur í ansi óvenjulegum nágrannaerjum. Nágrannaerjurnar eru komnar inn á borð til lögreglu. Arnar hefur látið bóka hótanir í sinn garð en hann hefur á móti verið kærður fyrir eignaspjöll. Málið hófst þegar Kristinn Jónsson var að flytja í íbúð sem hann hafði tekið á leigu við Naustabryggju í Grafarvogi. Þegar Kristinn var að flytja lagði hann bíl sínum í bílakjallaranum. Kristinn var ekki kunnugur húsinu og lagði í það stæði sem hann hélt að fylgdi sinni íbúð. Daginn eftir skaust hann á sinn gamla samastað til að sækja restina af föggum sínum en þegar hann kom aftur lagði hann í sama stæði og áður. Því næst fór hann upp í íbúð og lagði sig. Um klukkutíma síðar kom Kristinn aftur niður í bílageymslu en brá þá heldur í brún. Búið bar að brjóta rúðu í bílnum, fara inn í hann og ýta honum úr stæðinu og inn á gang bílastæðakjallarans. Kristinn sagði í samtali við Vísi í dag að hann hafi þá rætt við formann húsfélagsins og lýst svo eftir skemmdarvarginum. „Ég fór og setti miða í alla póstkassa og á allar hurðir. Á miðanum bað ég þann sem skemmdi bílinn um að hafa samband," segir Kristinn. Skömmu síðar gaf Arnar Grant sig fram. Hann á íbúð í húsi við hliðina á Kristni en húsin tvö deila bílakjallara. Kristinn segir að Arnar hafi verið með frekju, ókurteisi og yfirgang í samtali þeirra. „Hann sagðist hafa hringt í Vöku en kranabíllinn hefði ekki komist niður í bílastæðakjallarann og þess vegna hefði hann gripið til þessa ráðs. Svo vildi hann ekki hlusta á það þegar ég fór að spyrja hvernig hann ætlaði að bæta mér þetta tjón." Arnar Grant segist hafa brotið rúðuna á bíl Kristins. „Það var einhver skrjóður í stæðinu mínu fullur af drasli. Ég hélt satt best að segja að þetta væru einhverjir dópistar sem hefðu lagt þarna. Svo þegar ekkert gekk að ná í eiganda bílsins ákvað ég að grípa til þess ráðs að fara inn í bílinn sjálfur og færa hann.“ Arnar segir að Kristinn hafi hótað því að skemma jeppa Arnars. Hann hafi ákveðið að láta lögreglu vita af því. Kristinn segir að ekki hafi verið um hótun að ræða heldur hafi hann eingöngu verið að láta Arnar vita um hug íbúa í húsinu til svona yfirgangs sem því finnst Arnar hafa sýnt. „Ég sagði honum það sem fólk sagði mér. Að ef hann ætlar að láta svona er aldrei að vita nema eitthvað komi fyrir bílinn hans." Kristinn segir að tjón sem hann hafi orðið fyrir vegna þessa máls hlaupi á hundruðum þúsunda. „Það var samt aldrei ætlun mín að fara í hart með þetta. En fyrst ég mætti svona framkomu verð ég að láta hart mæta hörðu.“ Arnar segir að það hafi aldrei verið ætlun sín að vera með leiðindi. Hann segist ekki útiloka að hann muni greiða Kristni tjónið. „En ef menn eru þokkalega heilir þá láta þeir laga svona tjón og fara svo fram á að fá það bætt," segir Arnar Grant. Kristinn Jónsson vinnur nú hörðum höndum að því ásamt tryggingafélagi sínu að klára skaðabótakröfu á hendur Arnari en hann hefur þegar lagt inn kæru til lögreglu. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
„Ég vil engin læti, enda hef ég aldrei gert flugu mein," segir líkamsræktarfrömuðurinn Arnar Grant sem stendur í ansi óvenjulegum nágrannaerjum. Nágrannaerjurnar eru komnar inn á borð til lögreglu. Arnar hefur látið bóka hótanir í sinn garð en hann hefur á móti verið kærður fyrir eignaspjöll. Málið hófst þegar Kristinn Jónsson var að flytja í íbúð sem hann hafði tekið á leigu við Naustabryggju í Grafarvogi. Þegar Kristinn var að flytja lagði hann bíl sínum í bílakjallaranum. Kristinn var ekki kunnugur húsinu og lagði í það stæði sem hann hélt að fylgdi sinni íbúð. Daginn eftir skaust hann á sinn gamla samastað til að sækja restina af föggum sínum en þegar hann kom aftur lagði hann í sama stæði og áður. Því næst fór hann upp í íbúð og lagði sig. Um klukkutíma síðar kom Kristinn aftur niður í bílageymslu en brá þá heldur í brún. Búið bar að brjóta rúðu í bílnum, fara inn í hann og ýta honum úr stæðinu og inn á gang bílastæðakjallarans. Kristinn sagði í samtali við Vísi í dag að hann hafi þá rætt við formann húsfélagsins og lýst svo eftir skemmdarvarginum. „Ég fór og setti miða í alla póstkassa og á allar hurðir. Á miðanum bað ég þann sem skemmdi bílinn um að hafa samband," segir Kristinn. Skömmu síðar gaf Arnar Grant sig fram. Hann á íbúð í húsi við hliðina á Kristni en húsin tvö deila bílakjallara. Kristinn segir að Arnar hafi verið með frekju, ókurteisi og yfirgang í samtali þeirra. „Hann sagðist hafa hringt í Vöku en kranabíllinn hefði ekki komist niður í bílastæðakjallarann og þess vegna hefði hann gripið til þessa ráðs. Svo vildi hann ekki hlusta á það þegar ég fór að spyrja hvernig hann ætlaði að bæta mér þetta tjón." Arnar Grant segist hafa brotið rúðuna á bíl Kristins. „Það var einhver skrjóður í stæðinu mínu fullur af drasli. Ég hélt satt best að segja að þetta væru einhverjir dópistar sem hefðu lagt þarna. Svo þegar ekkert gekk að ná í eiganda bílsins ákvað ég að grípa til þess ráðs að fara inn í bílinn sjálfur og færa hann.“ Arnar segir að Kristinn hafi hótað því að skemma jeppa Arnars. Hann hafi ákveðið að láta lögreglu vita af því. Kristinn segir að ekki hafi verið um hótun að ræða heldur hafi hann eingöngu verið að láta Arnar vita um hug íbúa í húsinu til svona yfirgangs sem því finnst Arnar hafa sýnt. „Ég sagði honum það sem fólk sagði mér. Að ef hann ætlar að láta svona er aldrei að vita nema eitthvað komi fyrir bílinn hans." Kristinn segir að tjón sem hann hafi orðið fyrir vegna þessa máls hlaupi á hundruðum þúsunda. „Það var samt aldrei ætlun mín að fara í hart með þetta. En fyrst ég mætti svona framkomu verð ég að láta hart mæta hörðu.“ Arnar segir að það hafi aldrei verið ætlun sín að vera með leiðindi. Hann segist ekki útiloka að hann muni greiða Kristni tjónið. „En ef menn eru þokkalega heilir þá láta þeir laga svona tjón og fara svo fram á að fá það bætt," segir Arnar Grant. Kristinn Jónsson vinnur nú hörðum höndum að því ásamt tryggingafélagi sínu að klára skaðabótakröfu á hendur Arnari en hann hefur þegar lagt inn kæru til lögreglu.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent