Arnar Grant kærður til lögreglu eftir nágrannaerjur Andri Ólafsson skrifar 10. mars 2008 14:04 Líkamsræktarfrömuðurinn Arnar Grant. „Ég vil engin læti, enda hef ég aldrei gert flugu mein," segir líkamsræktarfrömuðurinn Arnar Grant sem stendur í ansi óvenjulegum nágrannaerjum. Nágrannaerjurnar eru komnar inn á borð til lögreglu. Arnar hefur látið bóka hótanir í sinn garð en hann hefur á móti verið kærður fyrir eignaspjöll. Málið hófst þegar Kristinn Jónsson var að flytja í íbúð sem hann hafði tekið á leigu við Naustabryggju í Grafarvogi. Þegar Kristinn var að flytja lagði hann bíl sínum í bílakjallaranum. Kristinn var ekki kunnugur húsinu og lagði í það stæði sem hann hélt að fylgdi sinni íbúð. Daginn eftir skaust hann á sinn gamla samastað til að sækja restina af föggum sínum en þegar hann kom aftur lagði hann í sama stæði og áður. Því næst fór hann upp í íbúð og lagði sig. Um klukkutíma síðar kom Kristinn aftur niður í bílageymslu en brá þá heldur í brún. Búið bar að brjóta rúðu í bílnum, fara inn í hann og ýta honum úr stæðinu og inn á gang bílastæðakjallarans. Kristinn sagði í samtali við Vísi í dag að hann hafi þá rætt við formann húsfélagsins og lýst svo eftir skemmdarvarginum. „Ég fór og setti miða í alla póstkassa og á allar hurðir. Á miðanum bað ég þann sem skemmdi bílinn um að hafa samband," segir Kristinn. Skömmu síðar gaf Arnar Grant sig fram. Hann á íbúð í húsi við hliðina á Kristni en húsin tvö deila bílakjallara. Kristinn segir að Arnar hafi verið með frekju, ókurteisi og yfirgang í samtali þeirra. „Hann sagðist hafa hringt í Vöku en kranabíllinn hefði ekki komist niður í bílastæðakjallarann og þess vegna hefði hann gripið til þessa ráðs. Svo vildi hann ekki hlusta á það þegar ég fór að spyrja hvernig hann ætlaði að bæta mér þetta tjón." Arnar Grant segist hafa brotið rúðuna á bíl Kristins. „Það var einhver skrjóður í stæðinu mínu fullur af drasli. Ég hélt satt best að segja að þetta væru einhverjir dópistar sem hefðu lagt þarna. Svo þegar ekkert gekk að ná í eiganda bílsins ákvað ég að grípa til þess ráðs að fara inn í bílinn sjálfur og færa hann.“ Arnar segir að Kristinn hafi hótað því að skemma jeppa Arnars. Hann hafi ákveðið að láta lögreglu vita af því. Kristinn segir að ekki hafi verið um hótun að ræða heldur hafi hann eingöngu verið að láta Arnar vita um hug íbúa í húsinu til svona yfirgangs sem því finnst Arnar hafa sýnt. „Ég sagði honum það sem fólk sagði mér. Að ef hann ætlar að láta svona er aldrei að vita nema eitthvað komi fyrir bílinn hans." Kristinn segir að tjón sem hann hafi orðið fyrir vegna þessa máls hlaupi á hundruðum þúsunda. „Það var samt aldrei ætlun mín að fara í hart með þetta. En fyrst ég mætti svona framkomu verð ég að láta hart mæta hörðu.“ Arnar segir að það hafi aldrei verið ætlun sín að vera með leiðindi. Hann segist ekki útiloka að hann muni greiða Kristni tjónið. „En ef menn eru þokkalega heilir þá láta þeir laga svona tjón og fara svo fram á að fá það bætt," segir Arnar Grant. Kristinn Jónsson vinnur nú hörðum höndum að því ásamt tryggingafélagi sínu að klára skaðabótakröfu á hendur Arnari en hann hefur þegar lagt inn kæru til lögreglu. Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Sjá meira
„Ég vil engin læti, enda hef ég aldrei gert flugu mein," segir líkamsræktarfrömuðurinn Arnar Grant sem stendur í ansi óvenjulegum nágrannaerjum. Nágrannaerjurnar eru komnar inn á borð til lögreglu. Arnar hefur látið bóka hótanir í sinn garð en hann hefur á móti verið kærður fyrir eignaspjöll. Málið hófst þegar Kristinn Jónsson var að flytja í íbúð sem hann hafði tekið á leigu við Naustabryggju í Grafarvogi. Þegar Kristinn var að flytja lagði hann bíl sínum í bílakjallaranum. Kristinn var ekki kunnugur húsinu og lagði í það stæði sem hann hélt að fylgdi sinni íbúð. Daginn eftir skaust hann á sinn gamla samastað til að sækja restina af föggum sínum en þegar hann kom aftur lagði hann í sama stæði og áður. Því næst fór hann upp í íbúð og lagði sig. Um klukkutíma síðar kom Kristinn aftur niður í bílageymslu en brá þá heldur í brún. Búið bar að brjóta rúðu í bílnum, fara inn í hann og ýta honum úr stæðinu og inn á gang bílastæðakjallarans. Kristinn sagði í samtali við Vísi í dag að hann hafi þá rætt við formann húsfélagsins og lýst svo eftir skemmdarvarginum. „Ég fór og setti miða í alla póstkassa og á allar hurðir. Á miðanum bað ég þann sem skemmdi bílinn um að hafa samband," segir Kristinn. Skömmu síðar gaf Arnar Grant sig fram. Hann á íbúð í húsi við hliðina á Kristni en húsin tvö deila bílakjallara. Kristinn segir að Arnar hafi verið með frekju, ókurteisi og yfirgang í samtali þeirra. „Hann sagðist hafa hringt í Vöku en kranabíllinn hefði ekki komist niður í bílastæðakjallarann og þess vegna hefði hann gripið til þessa ráðs. Svo vildi hann ekki hlusta á það þegar ég fór að spyrja hvernig hann ætlaði að bæta mér þetta tjón." Arnar Grant segist hafa brotið rúðuna á bíl Kristins. „Það var einhver skrjóður í stæðinu mínu fullur af drasli. Ég hélt satt best að segja að þetta væru einhverjir dópistar sem hefðu lagt þarna. Svo þegar ekkert gekk að ná í eiganda bílsins ákvað ég að grípa til þess ráðs að fara inn í bílinn sjálfur og færa hann.“ Arnar segir að Kristinn hafi hótað því að skemma jeppa Arnars. Hann hafi ákveðið að láta lögreglu vita af því. Kristinn segir að ekki hafi verið um hótun að ræða heldur hafi hann eingöngu verið að láta Arnar vita um hug íbúa í húsinu til svona yfirgangs sem því finnst Arnar hafa sýnt. „Ég sagði honum það sem fólk sagði mér. Að ef hann ætlar að láta svona er aldrei að vita nema eitthvað komi fyrir bílinn hans." Kristinn segir að tjón sem hann hafi orðið fyrir vegna þessa máls hlaupi á hundruðum þúsunda. „Það var samt aldrei ætlun mín að fara í hart með þetta. En fyrst ég mætti svona framkomu verð ég að láta hart mæta hörðu.“ Arnar segir að það hafi aldrei verið ætlun sín að vera með leiðindi. Hann segist ekki útiloka að hann muni greiða Kristni tjónið. „En ef menn eru þokkalega heilir þá láta þeir laga svona tjón og fara svo fram á að fá það bætt," segir Arnar Grant. Kristinn Jónsson vinnur nú hörðum höndum að því ásamt tryggingafélagi sínu að klára skaðabótakröfu á hendur Arnari en hann hefur þegar lagt inn kæru til lögreglu.
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Sjá meira