„Hefur í mínum huga alltaf legið ljóst fyrir“ 12. mars 2008 11:42 MYND/GVA Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, fagnar nýrri samantekt OECD sem sýnir að skattar barnafjölkskyldna hér á landi hafi aukist á árunum 2000-2006 eins og hann hafi haldið fram. Hann veltir fyrir sér hvort Árni Mathiesen fjármálaráðherra muni draga til baka orð sem hann lét falla um að Stefán kynni ekki að reikna. OECD hefur komist að því Ísland sé í hópi þeirra ríkja þar sem skattar á barnafjölskyldur hafa aukist á árabilinu 2000-2006 og þá hafa breytingar á skattkerfi hér á landi fyrst og fremst gagnast þeim tekjumeiri ólíkt því sem víða gerist innan OECD. Spyr hvort ráðherra dragi ummæli sín til baka Stefán Ólafsson benti á það árið 2006 að skattbyrði á hina tekjulægri hefði aukist áratuginn á undan en því andmælti Árni Mathiesen harðlega. „Þetta er eitt af því sem ég hef verið að segja síðustu tvö árin," segir Stefán um útreikninga OECD. „Fjármálaráðherra sagði á Alþingi að að ég kynni ekki að reikna þegar þetta kom upp. Hann kannski dregur þau ummæli til baka," segir Stefán enn fremur.„Þetta hefur í mínum huga alltaf legið ljóst fyrir hvað sem menn vilja reyna að flækja hlutina og kasta ryki í augum fólks. Það er augljóst að heildarskattbyrði hefur aukist og mest hjá þeim sem lægri tekjur hafa," segir Stefán og nefnir skattbyrði einstæðra mæðra sem dæmi.Stefán bendir á að þróunin hér á landi hafi verið öndverð við það sem verið hafi hjá flestum hagsælum þjóðum innan OECD. Þar hafi breytingar falið í sér minni skattbyrði. „Ísland og Bandaríkin hafa sérstöðu því þar hefur skattbyrði hátekjufólks lækkað mest en skattbyrði lágtekjufólks hins vegar aukist," segir Stefán.Undið ofan af þróuninni á síðasta eina og hálfa áriStefán segir hins vegar að góðu fréttirnar séu þær að síðasta eina og hálfa árið hafi þessari þróun verið snúið við. „Í tengslum við nýgerða kjarasamninga er algjörlega gengið í hina áttina og undið ofan af þessari þróun með því að hækka skattleysismörk, barnabætur og vaxtabætur. Ríkisstjórnin er því á réttri leið," segir Stefán. Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, fagnar nýrri samantekt OECD sem sýnir að skattar barnafjölkskyldna hér á landi hafi aukist á árunum 2000-2006 eins og hann hafi haldið fram. Hann veltir fyrir sér hvort Árni Mathiesen fjármálaráðherra muni draga til baka orð sem hann lét falla um að Stefán kynni ekki að reikna. OECD hefur komist að því Ísland sé í hópi þeirra ríkja þar sem skattar á barnafjölskyldur hafa aukist á árabilinu 2000-2006 og þá hafa breytingar á skattkerfi hér á landi fyrst og fremst gagnast þeim tekjumeiri ólíkt því sem víða gerist innan OECD. Spyr hvort ráðherra dragi ummæli sín til baka Stefán Ólafsson benti á það árið 2006 að skattbyrði á hina tekjulægri hefði aukist áratuginn á undan en því andmælti Árni Mathiesen harðlega. „Þetta er eitt af því sem ég hef verið að segja síðustu tvö árin," segir Stefán um útreikninga OECD. „Fjármálaráðherra sagði á Alþingi að að ég kynni ekki að reikna þegar þetta kom upp. Hann kannski dregur þau ummæli til baka," segir Stefán enn fremur.„Þetta hefur í mínum huga alltaf legið ljóst fyrir hvað sem menn vilja reyna að flækja hlutina og kasta ryki í augum fólks. Það er augljóst að heildarskattbyrði hefur aukist og mest hjá þeim sem lægri tekjur hafa," segir Stefán og nefnir skattbyrði einstæðra mæðra sem dæmi.Stefán bendir á að þróunin hér á landi hafi verið öndverð við það sem verið hafi hjá flestum hagsælum þjóðum innan OECD. Þar hafi breytingar falið í sér minni skattbyrði. „Ísland og Bandaríkin hafa sérstöðu því þar hefur skattbyrði hátekjufólks lækkað mest en skattbyrði lágtekjufólks hins vegar aukist," segir Stefán.Undið ofan af þróuninni á síðasta eina og hálfa áriStefán segir hins vegar að góðu fréttirnar séu þær að síðasta eina og hálfa árið hafi þessari þróun verið snúið við. „Í tengslum við nýgerða kjarasamninga er algjörlega gengið í hina áttina og undið ofan af þessari þróun með því að hækka skattleysismörk, barnabætur og vaxtabætur. Ríkisstjórnin er því á réttri leið," segir Stefán.
Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira