„Hefur í mínum huga alltaf legið ljóst fyrir“ 12. mars 2008 11:42 MYND/GVA Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, fagnar nýrri samantekt OECD sem sýnir að skattar barnafjölkskyldna hér á landi hafi aukist á árunum 2000-2006 eins og hann hafi haldið fram. Hann veltir fyrir sér hvort Árni Mathiesen fjármálaráðherra muni draga til baka orð sem hann lét falla um að Stefán kynni ekki að reikna. OECD hefur komist að því Ísland sé í hópi þeirra ríkja þar sem skattar á barnafjölskyldur hafa aukist á árabilinu 2000-2006 og þá hafa breytingar á skattkerfi hér á landi fyrst og fremst gagnast þeim tekjumeiri ólíkt því sem víða gerist innan OECD. Spyr hvort ráðherra dragi ummæli sín til baka Stefán Ólafsson benti á það árið 2006 að skattbyrði á hina tekjulægri hefði aukist áratuginn á undan en því andmælti Árni Mathiesen harðlega. „Þetta er eitt af því sem ég hef verið að segja síðustu tvö árin," segir Stefán um útreikninga OECD. „Fjármálaráðherra sagði á Alþingi að að ég kynni ekki að reikna þegar þetta kom upp. Hann kannski dregur þau ummæli til baka," segir Stefán enn fremur.„Þetta hefur í mínum huga alltaf legið ljóst fyrir hvað sem menn vilja reyna að flækja hlutina og kasta ryki í augum fólks. Það er augljóst að heildarskattbyrði hefur aukist og mest hjá þeim sem lægri tekjur hafa," segir Stefán og nefnir skattbyrði einstæðra mæðra sem dæmi.Stefán bendir á að þróunin hér á landi hafi verið öndverð við það sem verið hafi hjá flestum hagsælum þjóðum innan OECD. Þar hafi breytingar falið í sér minni skattbyrði. „Ísland og Bandaríkin hafa sérstöðu því þar hefur skattbyrði hátekjufólks lækkað mest en skattbyrði lágtekjufólks hins vegar aukist," segir Stefán.Undið ofan af þróuninni á síðasta eina og hálfa áriStefán segir hins vegar að góðu fréttirnar séu þær að síðasta eina og hálfa árið hafi þessari þróun verið snúið við. „Í tengslum við nýgerða kjarasamninga er algjörlega gengið í hina áttina og undið ofan af þessari þróun með því að hækka skattleysismörk, barnabætur og vaxtabætur. Ríkisstjórnin er því á réttri leið," segir Stefán. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, fagnar nýrri samantekt OECD sem sýnir að skattar barnafjölkskyldna hér á landi hafi aukist á árunum 2000-2006 eins og hann hafi haldið fram. Hann veltir fyrir sér hvort Árni Mathiesen fjármálaráðherra muni draga til baka orð sem hann lét falla um að Stefán kynni ekki að reikna. OECD hefur komist að því Ísland sé í hópi þeirra ríkja þar sem skattar á barnafjölskyldur hafa aukist á árabilinu 2000-2006 og þá hafa breytingar á skattkerfi hér á landi fyrst og fremst gagnast þeim tekjumeiri ólíkt því sem víða gerist innan OECD. Spyr hvort ráðherra dragi ummæli sín til baka Stefán Ólafsson benti á það árið 2006 að skattbyrði á hina tekjulægri hefði aukist áratuginn á undan en því andmælti Árni Mathiesen harðlega. „Þetta er eitt af því sem ég hef verið að segja síðustu tvö árin," segir Stefán um útreikninga OECD. „Fjármálaráðherra sagði á Alþingi að að ég kynni ekki að reikna þegar þetta kom upp. Hann kannski dregur þau ummæli til baka," segir Stefán enn fremur.„Þetta hefur í mínum huga alltaf legið ljóst fyrir hvað sem menn vilja reyna að flækja hlutina og kasta ryki í augum fólks. Það er augljóst að heildarskattbyrði hefur aukist og mest hjá þeim sem lægri tekjur hafa," segir Stefán og nefnir skattbyrði einstæðra mæðra sem dæmi.Stefán bendir á að þróunin hér á landi hafi verið öndverð við það sem verið hafi hjá flestum hagsælum þjóðum innan OECD. Þar hafi breytingar falið í sér minni skattbyrði. „Ísland og Bandaríkin hafa sérstöðu því þar hefur skattbyrði hátekjufólks lækkað mest en skattbyrði lágtekjufólks hins vegar aukist," segir Stefán.Undið ofan af þróuninni á síðasta eina og hálfa áriStefán segir hins vegar að góðu fréttirnar séu þær að síðasta eina og hálfa árið hafi þessari þróun verið snúið við. „Í tengslum við nýgerða kjarasamninga er algjörlega gengið í hina áttina og undið ofan af þessari þróun með því að hækka skattleysismörk, barnabætur og vaxtabætur. Ríkisstjórnin er því á réttri leið," segir Stefán.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira