Innlent

Vill neðanjarðarlestir í Reykjavík

Hægt er að leysa vandamál almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu án fjölgunar strætisvagna eða taka dýrmætt land undir vegi. Björn Kristinsson verkfræðingur segist hafa lausnina.

Björn bendir á að neðanjarðarlestir séu óháðar umferð og veðri og biðstaðirnir séu innandyra. Þá tekur kerfið ekki dýrmætt landsvæði undir götur, ekki þarf að rífa hús og engin hávaðamengun berst frá henni til umhverfisins. Aðalmálið sé hins vegar að ferðatíminn er stuttur.

Björn segir að mislæg gatnamót, Sundabraut og niðurgröftur gatna af ýmsu tagi kosti um 40 milljarða sem er svipað því sem neðanjarðarlestarkerfi með 10 stöðvum myndi kosta. Hins vegar sé of snemmt að segja til um endanlegan kostnað þar sem að mörgu er að hyggja enda sé um framtíðarlausn að ræða sem endist í um eitt hundrað ár.

Það verður líklega ekki hægt að stíga út úr svona lest á Íslandi á næstu árum en hugsanlega er þetta framtíðarferðamáti borgarbúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×