Erlent

Vændiskonan hagnast verulega á frægðinni

Vændiskonan sem felldi ríkisstjórann í New York úr embætti kemur til með að hagnast verulega á nýtilkominni frægð sinni.

Vændiskonan Ashley Alexandra Dupre var tilvonandi söngkona er málið komst í hámæli og er nú að semja um útgáfu á fyrstu plötu sinni. Eitt laganna var á MySpace vefsíðu hennar og áður en síðunni var lokað í gær höfðu hundruð þúsunda manns niðurhalað lagið.

Þar að auki hefur tímaritið Penthouse boðið Ashley að verða næsta forsíðustúlka þess og ef hún samþykkir það munu yfir milljón dollarar vera í boði. Fleiri karlatímarit munu einnig íhuga að gera stúlkunni tilboð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×