Innlent

Tveir teknir fyrir fíkniefnaakstur í Borgarnesi

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Vilhelm

Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði í gærkvöldi tvo ökumenn grunaða um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumennirnir eru báðir á þrítugsaldri. Þá var annar ökumaður á fertugsaldri tekinn í morgun vegna ölvunaraksturs.

Fram kemur í afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra að í síðasta mánuði hafi 96 ökumenn verið teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna á landinu öllu eða að meðaltali 3,3 á dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×