Innlent

Telur tal um að sniðganga Ólympíuleikana vera skaðlegt

ÓIafur Rafnsson, formaður Íþrótta- og Ólympíusambandsins.
ÓIafur Rafnsson, formaður Íþrótta- og Ólympíusambandsins. Mynd/ GVA

Það hefur ekki verið rætt á vettvangi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands að sniðganga Ólympíuleikana í Peking í Kína, að sögn Ólafs Rafnssonar, formanns sambandsins. Ólympíuleikarnir í Kína fara fram í sumar. Rætt hefur verið um í fjölmiðlum hvort Íslendingar eigi að sniðganga þá til að mótmæla mannréttindabrotum og einkum aðstæðum Tíbeta.

„Menn verða að gera sér grein fyrir því að þetta er íþróttaviðburður og íþróttahreyfingin er ekki pólitísk í eðli sínu. Þannig að það er varhugavert að menn fari að blanda þessu tvennu saman," segir Ólafur. Hann segir þó að í þessari skoðun sinni felist engin afstaða gagnvart því sem sé að gerast í Kína.

Ólafur segir alla umræðu um að sniðganga Ólympíuleikana vera óheppilega og til þess fallna að skaða þriðja aðila, Ólympíuhreyfinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×