Innlent

Eigandinn í Keilufelli kveðst ánægður með leigjendur

Húsið í Keilufelli þar sem árásin var framin.
Húsið í Keilufelli þar sem árásin var framin.

Hlynur Jensson, fiskitæknir og eigandi húsnæðisins að Keilufelli, þar sem ráðist var á fjölda Pólverja í gær segir íbúa hússins vera mjög góða leigjendur. Þeir standi alltaf í skilum og aldrei sé neitt vesen á þeim. Hann segist ekki hafa hugmynd um ástæður líkamsárásarinnar, en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 réðust tíu til tólf pólskir karlmenn inn í hús við Keilufell í síðdegis í gær vopnaðir kylfum, exi, slaghömrum og járnröri. Í húsinu voru sjö pólskir karlmenn sem leigja þar saman. Íbúarnir náðu að hringja á lögreglu og gáfu henni upp bílnúmerið á öðrum bílnum sem árásarmennirnir voru á. Þegar lögregla mætti á staðinn reyndust allir íbúarnir særðir með skurði á höfðum eftir exina, einn var handleggsbrotinn og með áverka í andliti og höndum.

Vísir hefur rætt við nágranna íbúanna sem ráðist var á í gær, en þeir vilja ekki koma fram undir nafni. Af lýsingum að dæma virðast íbúar í götunni hafa orðið fyrir töluverðu ónæði frá íbúum hússins að undanförnu og jafnan sé mikil umferð til og frá húsinu. Að öðru leyti sé Keilufellið mjög friðsæl gata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×