Sprautunálarán eru hluti af fíkniefnavandanum 23. mars 2008 20:30 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Gróf ofbeldisverk og hótun um ofbeldi hljóta alltaf að vera með alvarlegustu málum sem upp koma í okkar samfélagi, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarráðs og íbúi í Breiðholti. Segja má að holskefla ofbeldisverka hafi riðið yfir Reykvíkinga nú yfir páskana. Fyrst með ítrekuðum ránum þar sem starfsfólki söluturna og bensínstöðvar var ógnað með sprautunálum. Svo með alvarlegri líkamsárás í Keilufelli. Vilhjálmur segir þessi rán með sprautunálar að vopni vera hluta af fíkniefnavandanum. „Maður hlýtur að spyrja sig hvort við megum eiga von á því að ofbeldisránum fjölgi og að þau verði grófari en áður þegar harðnar á dalnum í samfélaginu. Það er auðvitað óþarfi að mála skrattann á vegginn en við skulum heldur ekki loka augunum fyrir þessum möguleika," segir Vilhjálmur. Hann segir að langt leiddir fíkniefnaneytendur séu í raun sá hópur sem sé einna verst settur í okkar samfélagi. „Og það er með ólíkindum til hvaða örþrifaráða slíkir einstaklingar kunna að grípa til að fjármagna neysluna, " segir Vilhjálmur.Ástæða til þess að fara yfir öryggismál þjónustustofnana „Auðvitað gerir lögreglan allt sem í hennar valdi stendur en hún getur að sjálfsögðu aldrei komið endanlega í veg fyrir afbrot af þessu tagi. Mér finnst þess vegna full ástæða til þess að fulltrúar borgarinnar, lögregla og þeir sem starfrækja bensínstöðvar, banka, verslanir og söluturna, fari í sameiningu yfir öryggismál þessarra þjónustufyrirtækja og þeirra sem þar starfa," segir Vilhjálmur enn fremur. Vilhjálmur segir að margt hafi verið gert í öryggismálum hér á landi á undanförnum árum, en betur megi ef duga skal. Hann segist þess nokkuð viss að hægt sé að auka til muna öryggi þeirra sem starfi á þessum stöðum, og þar með draga úr líkum á að rán af þessu tagi endurtaki sig. „Hins vegar megum við aldrei gleyma því að heilladrýgstu viðbrögðin við svona afbrotum felast í forvarnarstarfi, góðum grunnskólum, traustum fjölskylduböndum, fjölbreyttu og hvetjandi umhverfi og raunhæfum meðferðarúrræðum," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir atburðina í Keilufelli vera skelfilega. Hann hafi hins vegar ekki kynnt sér sérstaklega hvað liggi að baki þeim og því vilji hann ekki tjá sig um þá sérstaklega. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Gróf ofbeldisverk og hótun um ofbeldi hljóta alltaf að vera með alvarlegustu málum sem upp koma í okkar samfélagi, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarráðs og íbúi í Breiðholti. Segja má að holskefla ofbeldisverka hafi riðið yfir Reykvíkinga nú yfir páskana. Fyrst með ítrekuðum ránum þar sem starfsfólki söluturna og bensínstöðvar var ógnað með sprautunálum. Svo með alvarlegri líkamsárás í Keilufelli. Vilhjálmur segir þessi rán með sprautunálar að vopni vera hluta af fíkniefnavandanum. „Maður hlýtur að spyrja sig hvort við megum eiga von á því að ofbeldisránum fjölgi og að þau verði grófari en áður þegar harðnar á dalnum í samfélaginu. Það er auðvitað óþarfi að mála skrattann á vegginn en við skulum heldur ekki loka augunum fyrir þessum möguleika," segir Vilhjálmur. Hann segir að langt leiddir fíkniefnaneytendur séu í raun sá hópur sem sé einna verst settur í okkar samfélagi. „Og það er með ólíkindum til hvaða örþrifaráða slíkir einstaklingar kunna að grípa til að fjármagna neysluna, " segir Vilhjálmur.Ástæða til þess að fara yfir öryggismál þjónustustofnana „Auðvitað gerir lögreglan allt sem í hennar valdi stendur en hún getur að sjálfsögðu aldrei komið endanlega í veg fyrir afbrot af þessu tagi. Mér finnst þess vegna full ástæða til þess að fulltrúar borgarinnar, lögregla og þeir sem starfrækja bensínstöðvar, banka, verslanir og söluturna, fari í sameiningu yfir öryggismál þessarra þjónustufyrirtækja og þeirra sem þar starfa," segir Vilhjálmur enn fremur. Vilhjálmur segir að margt hafi verið gert í öryggismálum hér á landi á undanförnum árum, en betur megi ef duga skal. Hann segist þess nokkuð viss að hægt sé að auka til muna öryggi þeirra sem starfi á þessum stöðum, og þar með draga úr líkum á að rán af þessu tagi endurtaki sig. „Hins vegar megum við aldrei gleyma því að heilladrýgstu viðbrögðin við svona afbrotum felast í forvarnarstarfi, góðum grunnskólum, traustum fjölskylduböndum, fjölbreyttu og hvetjandi umhverfi og raunhæfum meðferðarúrræðum," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir atburðina í Keilufelli vera skelfilega. Hann hafi hins vegar ekki kynnt sér sérstaklega hvað liggi að baki þeim og því vilji hann ekki tjá sig um þá sérstaklega.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira