Sprautunálarán eru hluti af fíkniefnavandanum 23. mars 2008 20:30 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Gróf ofbeldisverk og hótun um ofbeldi hljóta alltaf að vera með alvarlegustu málum sem upp koma í okkar samfélagi, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarráðs og íbúi í Breiðholti. Segja má að holskefla ofbeldisverka hafi riðið yfir Reykvíkinga nú yfir páskana. Fyrst með ítrekuðum ránum þar sem starfsfólki söluturna og bensínstöðvar var ógnað með sprautunálum. Svo með alvarlegri líkamsárás í Keilufelli. Vilhjálmur segir þessi rán með sprautunálar að vopni vera hluta af fíkniefnavandanum. „Maður hlýtur að spyrja sig hvort við megum eiga von á því að ofbeldisránum fjölgi og að þau verði grófari en áður þegar harðnar á dalnum í samfélaginu. Það er auðvitað óþarfi að mála skrattann á vegginn en við skulum heldur ekki loka augunum fyrir þessum möguleika," segir Vilhjálmur. Hann segir að langt leiddir fíkniefnaneytendur séu í raun sá hópur sem sé einna verst settur í okkar samfélagi. „Og það er með ólíkindum til hvaða örþrifaráða slíkir einstaklingar kunna að grípa til að fjármagna neysluna, " segir Vilhjálmur.Ástæða til þess að fara yfir öryggismál þjónustustofnana „Auðvitað gerir lögreglan allt sem í hennar valdi stendur en hún getur að sjálfsögðu aldrei komið endanlega í veg fyrir afbrot af þessu tagi. Mér finnst þess vegna full ástæða til þess að fulltrúar borgarinnar, lögregla og þeir sem starfrækja bensínstöðvar, banka, verslanir og söluturna, fari í sameiningu yfir öryggismál þessarra þjónustufyrirtækja og þeirra sem þar starfa," segir Vilhjálmur enn fremur. Vilhjálmur segir að margt hafi verið gert í öryggismálum hér á landi á undanförnum árum, en betur megi ef duga skal. Hann segist þess nokkuð viss að hægt sé að auka til muna öryggi þeirra sem starfi á þessum stöðum, og þar með draga úr líkum á að rán af þessu tagi endurtaki sig. „Hins vegar megum við aldrei gleyma því að heilladrýgstu viðbrögðin við svona afbrotum felast í forvarnarstarfi, góðum grunnskólum, traustum fjölskylduböndum, fjölbreyttu og hvetjandi umhverfi og raunhæfum meðferðarúrræðum," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir atburðina í Keilufelli vera skelfilega. Hann hafi hins vegar ekki kynnt sér sérstaklega hvað liggi að baki þeim og því vilji hann ekki tjá sig um þá sérstaklega. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Gróf ofbeldisverk og hótun um ofbeldi hljóta alltaf að vera með alvarlegustu málum sem upp koma í okkar samfélagi, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarráðs og íbúi í Breiðholti. Segja má að holskefla ofbeldisverka hafi riðið yfir Reykvíkinga nú yfir páskana. Fyrst með ítrekuðum ránum þar sem starfsfólki söluturna og bensínstöðvar var ógnað með sprautunálum. Svo með alvarlegri líkamsárás í Keilufelli. Vilhjálmur segir þessi rán með sprautunálar að vopni vera hluta af fíkniefnavandanum. „Maður hlýtur að spyrja sig hvort við megum eiga von á því að ofbeldisránum fjölgi og að þau verði grófari en áður þegar harðnar á dalnum í samfélaginu. Það er auðvitað óþarfi að mála skrattann á vegginn en við skulum heldur ekki loka augunum fyrir þessum möguleika," segir Vilhjálmur. Hann segir að langt leiddir fíkniefnaneytendur séu í raun sá hópur sem sé einna verst settur í okkar samfélagi. „Og það er með ólíkindum til hvaða örþrifaráða slíkir einstaklingar kunna að grípa til að fjármagna neysluna, " segir Vilhjálmur.Ástæða til þess að fara yfir öryggismál þjónustustofnana „Auðvitað gerir lögreglan allt sem í hennar valdi stendur en hún getur að sjálfsögðu aldrei komið endanlega í veg fyrir afbrot af þessu tagi. Mér finnst þess vegna full ástæða til þess að fulltrúar borgarinnar, lögregla og þeir sem starfrækja bensínstöðvar, banka, verslanir og söluturna, fari í sameiningu yfir öryggismál þessarra þjónustufyrirtækja og þeirra sem þar starfa," segir Vilhjálmur enn fremur. Vilhjálmur segir að margt hafi verið gert í öryggismálum hér á landi á undanförnum árum, en betur megi ef duga skal. Hann segist þess nokkuð viss að hægt sé að auka til muna öryggi þeirra sem starfi á þessum stöðum, og þar með draga úr líkum á að rán af þessu tagi endurtaki sig. „Hins vegar megum við aldrei gleyma því að heilladrýgstu viðbrögðin við svona afbrotum felast í forvarnarstarfi, góðum grunnskólum, traustum fjölskylduböndum, fjölbreyttu og hvetjandi umhverfi og raunhæfum meðferðarúrræðum," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir atburðina í Keilufelli vera skelfilega. Hann hafi hins vegar ekki kynnt sér sérstaklega hvað liggi að baki þeim og því vilji hann ekki tjá sig um þá sérstaklega.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira