Innlent

Hannes og frú skipta glæsivillum á milli sín

Skötuhjúin Unnur Sigurðardóttir og Hannes Smárason eiga nú sitt húsið hvort á Fjölnisveginum.
Skötuhjúin Unnur Sigurðardóttir og Hannes Smárason eiga nú sitt húsið hvort á Fjölnisveginum.

Athafnamaðurinn Hannes Smárason og sambýliskona hans Unnur Sigurðardóttir hafa skipt á milli sín glæsivillum fjölskyldunnar á Fjölnisvegi 9 og 11. Húsin voru áður í eigu eignarhaldsfélagsins Fjölnisvegs 9 sem Hannes á.

Bæði húsin eru með þeim glæsilegustu á höfuðborgarsvæðinu og hafa verið gerð upp stakri smekkvísi. Fjölnisvegur 9 er 350 fermetrar að stærð og Fjölnisvegur 11 er rétt tæpir 410 fermetrar.



Fjölnisvegur 9 er gullfallegt hús.
Ekki náðist í Hannes Smárason þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en að sögn skattaráðgjafa sem Vísir ræddi við er líklegasta skýringin á flutningi húsanna úr eignarhaldsfélaginu yfir til Hannesar og Unnar sú að með því móti sleppur Hannes við að borga hlunnindaskatt af húsunum sem hann hefur gert á meðan þau hafa verið í eigu Fjölnisvegs 9 ehf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×