Lífið

Jericho eytt, fyrir fullt og allt

Aðdáendur verða að sætta sig við endalok Jericho.
Aðdáendur verða að sætta sig við endalok Jericho. MYND/AP

Heimsendasjónvarpsþátturinn Jericho hefur verið tekinn af dagskrá í Bandaríkjunum, fyrir fullt og allt. Fyrsta sería þáttanna var einnig tekin af dagskrá í fyrra en fyrir mikil mótmæli hörðustu aðdáanda þáttanna ákvað CBS sjónvarpsstöðin að gera aðra tilraun.

Þegar þættinum var aflýst í maí í fyrra tóku aðdáendurnir sig saman og sendu meira en átján þúsund kíló af salthnetum til sjónvarpsstöðvarinnar. Ástæðu þess að hnetur urður fyrir valinu má víst rekja til þess að aðalhetjan, leikin af Skeet Ulrich, sagði „Nuts!", í síðasta þættinum sem fór í loftið.

Því var ákveðið að ráðast í gerð annarar seríu en í dag var tilkynnt að áhorfið væri ekki nægilegt til að réttlæta gerð fleiri þátta, hvað sem öllum hnetursendingum líður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.