Viðskipti innlent

Stjórnarmaður í SPRON selur hluti fyrir 100 milljónir

Ari Bergmann Einarsson, stjórnarmaður í SPRON.
Ari Bergmann Einarsson, stjórnarmaður í SPRON.

Ari Bergmann Einarsson, stjórnarmaður í SPRON, seldi í dag hlut í SPRON fyrir um 103 milljónir króna. Um var að ræða 25 milljónir hluta á genginu 4,125. Það var Arol ehf., eignarhaldsfélag í eigu Ara og konu hans, sem seldi bréfin. Félagið á tæplega 31 milljón hluta í SPRON eftir viðskiptin.

Ekki náðist í Ara þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×