Sakar Umboðsmann um að hafa fyrirfram mótað sér skoðun á ráðningu Þorsteins Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 26. mars 2008 18:30 Árni Mathiesen sakar Umboðsmann Alþingis um að hafa mótað sér skoðun á skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara - áður en hann gefi út formlegt álit í málinu. Árni svarar ítarlegum spurningum Umboðsmanns með níu síðna bréfi sem fréttastofa hefur undir höndum. Lóa Pind Aldísardóttir. Fyrir rúmum mánuði fékk Árni ítarlegan spurningalista frá Umboðsmanni þar sem hann var krafinn svara við ástæðum þess að hann taldi Þorstein Davíðsson hæfari en aðra til að gegna starfi héraðsdómara á Norðurlandi eystra. Árni byrjar svarbréf sitt á því að draga í efa hlutleysi umboðsmanns í málinu. Árni skrifar: „Athygli vekur að spurningar yðar eru mjög ítarlegar í framsetningu og með því yfirbragði og orðavali að svo virðist sem afstaða yðar til úrlausnarefnisins kunni að vera mótuð fyrirfram." Og Árni heldur áfram: „Af þeim sökum má halda því fram að svör sem undirritaður ber fram hér að neðan komi til með að hafa takmarkaða þýðingu þegar þér leysið úr málinu..." Engu að síður svarar Árni - á tæplega níu síðum. Á þeim kemur fram að tveir dagar liðu frá því Árni fékk öll gögn í hendur - og þar til hann skipaði í starfið. Á þeim tíma kveðst hann hafa farið „ítarlega yfir öll gögn málsins og myndað sér síðan skoðun á" því. Ein meginröksemd Árna er að fjögurra ára starf Þorsteins sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra "hafi verið mjög vanmetið andspænis öðrum störfum". Í því starfi reyni á ýmsar hliðar lögfræði - auk stjórnunar ráðuneytis og fjárreiðna ríkissjóðs - sem Árni telur að nýtist vel í héraðsdómi Norðurlands eystra. Þá furðar Árni sig á að endurmenntun Þorsteins í formi ráðstefna og funda sé lítils metin, með þeim hafi hann gert sér far um að viðhalda þekkingu sinni. Framhaldsnám, sem Þorsteinn hefur ekki, þurfi hins vegar „helst að vera nám sem komi að góðum þörfum við dómarastörf". Hvort umboðsmaður telur að Árni Mathiesen hafi með með svörum sínum tekist að staðreyna „að hann hafi dregið forsvaranlegar ályktanir af fyrirliggjandi upplýsingum", eins og umboðsmaður orðaði það, á eftir að koma í ljós. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Árni Mathiesen sakar Umboðsmann Alþingis um að hafa mótað sér skoðun á skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara - áður en hann gefi út formlegt álit í málinu. Árni svarar ítarlegum spurningum Umboðsmanns með níu síðna bréfi sem fréttastofa hefur undir höndum. Lóa Pind Aldísardóttir. Fyrir rúmum mánuði fékk Árni ítarlegan spurningalista frá Umboðsmanni þar sem hann var krafinn svara við ástæðum þess að hann taldi Þorstein Davíðsson hæfari en aðra til að gegna starfi héraðsdómara á Norðurlandi eystra. Árni byrjar svarbréf sitt á því að draga í efa hlutleysi umboðsmanns í málinu. Árni skrifar: „Athygli vekur að spurningar yðar eru mjög ítarlegar í framsetningu og með því yfirbragði og orðavali að svo virðist sem afstaða yðar til úrlausnarefnisins kunni að vera mótuð fyrirfram." Og Árni heldur áfram: „Af þeim sökum má halda því fram að svör sem undirritaður ber fram hér að neðan komi til með að hafa takmarkaða þýðingu þegar þér leysið úr málinu..." Engu að síður svarar Árni - á tæplega níu síðum. Á þeim kemur fram að tveir dagar liðu frá því Árni fékk öll gögn í hendur - og þar til hann skipaði í starfið. Á þeim tíma kveðst hann hafa farið „ítarlega yfir öll gögn málsins og myndað sér síðan skoðun á" því. Ein meginröksemd Árna er að fjögurra ára starf Þorsteins sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra "hafi verið mjög vanmetið andspænis öðrum störfum". Í því starfi reyni á ýmsar hliðar lögfræði - auk stjórnunar ráðuneytis og fjárreiðna ríkissjóðs - sem Árni telur að nýtist vel í héraðsdómi Norðurlands eystra. Þá furðar Árni sig á að endurmenntun Þorsteins í formi ráðstefna og funda sé lítils metin, með þeim hafi hann gert sér far um að viðhalda þekkingu sinni. Framhaldsnám, sem Þorsteinn hefur ekki, þurfi hins vegar „helst að vera nám sem komi að góðum þörfum við dómarastörf". Hvort umboðsmaður telur að Árni Mathiesen hafi með með svörum sínum tekist að staðreyna „að hann hafi dregið forsvaranlegar ályktanir af fyrirliggjandi upplýsingum", eins og umboðsmaður orðaði það, á eftir að koma í ljós.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira