Innlent

Herjólfi seinkaði vegna hálku

Herjólfur að leggja úr höfn.
Herjólfur að leggja úr höfn. MYND/Gísli Óskarsson

Mikil hálka og skafrenningur hefur verið í Þrengslum og á Hellisheiðinni það sem af er kvöldi en veðrið er að lægja. Þónokkrir bílar fóru útaf í þrengslunum og seinkaði ferð Herjólfs til Eyja í kvöld um 25 mínútur vegna þess hve ökumönnum sóttist ferðin um Þrengslin hægt.

Að sögn lögreglu urðu engin alvarleg slys af þessum völdum og mun færðin vera komin í betra horf. Gísli Óskarsson, fréttaritari Stöðvar 2 í Vestmannaeyjum var á meðal farþega Herjólfs sem þurftu að fara þrengslin og segir hann að minnsta kosti fjóra bíla hafa verið utanvegar.

Hann lenti síðan sjálfur í því að missa bílinn útaf veginum en komst upp á hann aftur og náði Herjólfi í tæka tíð. Meðfylgjandi mynd er frá Gísla þegar Herjólfur var að leggja úr höfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×