Vilja gera Vestfirði að sjálfstæðri eyju 27. mars 2008 17:48 Í mogganum í gær var áhugaverð aðsend grein um nýstofnuð samtök, BBV, eða Bloggarar bjarga Vestfjörðum. Samtökin berjast fyrir uppbyggingu Vestfjarða, og telja sjálfstæði þeirra vænlegast til árangurs. Samtökin vilja að grafinn verði skipaskurður úr botni Gilsfjarðar yfir í Húnaflóa og gera Vestfirði þannig að eyju sem væri tengd Íslandi með skipgengri brú. Firðirnir yrðu fríríki og skattaparadís og tengsl þeirra við Ísland svipuð og tengsl Færeyja og Grænlands við Danmörku. Tollar og vörugjöld yrðu engin, skattar á fyrirtæki engir og tekjuskattur á einstaklinga 15%. Tekjur undir þrjúhundruð þúsundum á mánuði væru skattfrjálsar og húshitunarkostnaður niðurgreiddur um 50%. Og mönnum er full alvara. „Jújú, það er ekkert grín," segir Jakob Kristinsson, einn stofnenda samtakanna. Hann segir hugmyndir samtakanna hafa hlotið ótrúlega góðar undirtektir, enda ljóst að Vestfirðir leggist í eyði með óbreyttu ástandi. Hópurinn er á móti hugmyndum um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Þess í stað á að byggja upp atvinnulífið með því að nýta fjársjóði Vestfjarða - nær ósnortna náttúru og gjöful fiskimið. Þau sjá einmitt fyrir sér að strandlengjur Íslands og Vestfjarðaeyjunnar nýtilbúnu yrðu mældar, og aflakvótanum skipt eftir þeim mælingum. Jakob segir hópinn hafa verið í viðræðum við fulltrúa fyrirtækja um að stunda viðskipti sín í fríríkinu. Flest séu fyrirtækin í ferðaþjónustu, en einnig sé séu þar á meðal bankar og tryggingafélög. Hann segir að víða í heiminum hafi fríríki þrifist vel, og bendir á Lichtenstein í því samhengi. Og hann sér ekkert því til fyrirstöðu að Ísland samþykkti fríríkið. „Stjórnvöld á Íslandi eru núna búin að samþykkja sjálfstæði Kósóvó. Það væri skrítið að styðja það að hluti af öðru ríki lýsi yfir sjálfstæði og banna það síðan í sínu eigin," segir Jakob. Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Fleiri fréttir Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Sjá meira
Í mogganum í gær var áhugaverð aðsend grein um nýstofnuð samtök, BBV, eða Bloggarar bjarga Vestfjörðum. Samtökin berjast fyrir uppbyggingu Vestfjarða, og telja sjálfstæði þeirra vænlegast til árangurs. Samtökin vilja að grafinn verði skipaskurður úr botni Gilsfjarðar yfir í Húnaflóa og gera Vestfirði þannig að eyju sem væri tengd Íslandi með skipgengri brú. Firðirnir yrðu fríríki og skattaparadís og tengsl þeirra við Ísland svipuð og tengsl Færeyja og Grænlands við Danmörku. Tollar og vörugjöld yrðu engin, skattar á fyrirtæki engir og tekjuskattur á einstaklinga 15%. Tekjur undir þrjúhundruð þúsundum á mánuði væru skattfrjálsar og húshitunarkostnaður niðurgreiddur um 50%. Og mönnum er full alvara. „Jújú, það er ekkert grín," segir Jakob Kristinsson, einn stofnenda samtakanna. Hann segir hugmyndir samtakanna hafa hlotið ótrúlega góðar undirtektir, enda ljóst að Vestfirðir leggist í eyði með óbreyttu ástandi. Hópurinn er á móti hugmyndum um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Þess í stað á að byggja upp atvinnulífið með því að nýta fjársjóði Vestfjarða - nær ósnortna náttúru og gjöful fiskimið. Þau sjá einmitt fyrir sér að strandlengjur Íslands og Vestfjarðaeyjunnar nýtilbúnu yrðu mældar, og aflakvótanum skipt eftir þeim mælingum. Jakob segir hópinn hafa verið í viðræðum við fulltrúa fyrirtækja um að stunda viðskipti sín í fríríkinu. Flest séu fyrirtækin í ferðaþjónustu, en einnig sé séu þar á meðal bankar og tryggingafélög. Hann segir að víða í heiminum hafi fríríki þrifist vel, og bendir á Lichtenstein í því samhengi. Og hann sér ekkert því til fyrirstöðu að Ísland samþykkti fríríkið. „Stjórnvöld á Íslandi eru núna búin að samþykkja sjálfstæði Kósóvó. Það væri skrítið að styðja það að hluti af öðru ríki lýsi yfir sjálfstæði og banna það síðan í sínu eigin," segir Jakob.
Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Fleiri fréttir Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Sjá meira