Innlent

Vörubílstjórar loka á tveimur stöðum

Frá vettvangi á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar.
Frá vettvangi á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. MYND/Jói

Tugir vörubíla, leigubíla, sendibíla og annarra sem ósáttir eru með hátt olíverð hafa nú safnast saman á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og í Ártúnsbrekku. Þeir hafa lokað gatnamótunum og brekkunni og þeyta lúðrum líkt og óðir menn.

Mikil samstaða virðist vera hjá hópnum sem er afar ósáttur með hátt olíuverð en aðgerðir þeirra í Ártúnsbrekkunni í gær vöktu mikla athygli. Þeir sögðust þá ætla að hittast á hverjum degi þar til þeir fengju fund með ráðamönnum til þess að ræða málið.

Fréttamaður Vísis er í Ártúnsbrekku. Þar gáfust farþegar í strætisvagni á að bíða og fóru út úr vagninum. Þar hafa bifreiðastjórar lokað umferð í báðar áttir en lögregla mun vera komin á vettvang að taka niður nöfn ökumanna.

Mikil leynd hvíldi yfir aðgerðum bílstjóranna þar sem þeir óttuðust að lögregla myndi stöðva aðgerðir þeirra áður en þeir færu af stað. Jón Viðar Matthíasson slökkvililiðsstjóri gagnrýndi í gær aðgerðir vörubílstjóranna og sagði þær ógna sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu. Bílstjórarnir þyrftu að láta vita af aðgerðunum.
MYND/Egill


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×