Strákurinn handleggsbrotinn og hún föst í umferðarteppu 28. mars 2008 19:57 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi, var ein þeirra fjölmörgu sem lentu í umferðarteppu í dag þegar vörubílstjórar lokuðu götum í Reykjavík. Hún var hins vegar verr stödd en margir aðrir þar sem hún var á leiðinni að sækja son sinn sem hafði handleggsbrotnað í leikfimi í skólanum. Hún vandar því vörubílstjórunum ekki kveðjurnar og segir að mótmæli á borð við þessi eigi að skipuleggja í samráði við lögreglu. „Ég er mjög hlynnt mótmælum og lýðræðislegum uppákomum af þessu tagi en þegar þetta er gert verður það að skipuleggjast í samvinnu við lögreglu," segir Þorbjörg Helga í samtali við Vísi. „Ég lendi í því að fá símtal frá skólanum þar sem mér er sagt að strákurinn minn hafi slasað sig í leikfimi og sé líklegast handleggsbrotinn. Ég rýk af stað en áður en ég veit af er ég föst í þessari teppu sem myndaðist. Ég hringdi í neyðarlínuna og þeir buðust til þess að senda sjúkrabíl af stað en ég ákvað að bíða og sem betur fór losnaði ég úr teppunni stuttu seinna. En þetta tafði mig þó og á tímabili sá ég ekki fram á að komast til hans í bráð," segir Þorbjörg. Þegar hún loksins losnaði komst hún til drengsins og síðan gekk vel að koma honum á slysavarðstofuna. „Ég var í raun mjög heppin, en þetta hefði getað farið verr og sem betur fer var einungis um handleggsbrot að ræða en ekki eitthvað verra. Ég vona bara að enginn hafi lent í alvarlegri vandræðum út af þessum mótmælum," segir Þorbjörg. Sonur hennar hefur nú jafnað sig að hennar sögn og er sprækur með forláta gifs á hendinni. „En ég krefst þess af þessum ágætu mótmælendum að þeir skipuleggi svona hluti með lögreglunni fyrirfram." Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi, var ein þeirra fjölmörgu sem lentu í umferðarteppu í dag þegar vörubílstjórar lokuðu götum í Reykjavík. Hún var hins vegar verr stödd en margir aðrir þar sem hún var á leiðinni að sækja son sinn sem hafði handleggsbrotnað í leikfimi í skólanum. Hún vandar því vörubílstjórunum ekki kveðjurnar og segir að mótmæli á borð við þessi eigi að skipuleggja í samráði við lögreglu. „Ég er mjög hlynnt mótmælum og lýðræðislegum uppákomum af þessu tagi en þegar þetta er gert verður það að skipuleggjast í samvinnu við lögreglu," segir Þorbjörg Helga í samtali við Vísi. „Ég lendi í því að fá símtal frá skólanum þar sem mér er sagt að strákurinn minn hafi slasað sig í leikfimi og sé líklegast handleggsbrotinn. Ég rýk af stað en áður en ég veit af er ég föst í þessari teppu sem myndaðist. Ég hringdi í neyðarlínuna og þeir buðust til þess að senda sjúkrabíl af stað en ég ákvað að bíða og sem betur fór losnaði ég úr teppunni stuttu seinna. En þetta tafði mig þó og á tímabili sá ég ekki fram á að komast til hans í bráð," segir Þorbjörg. Þegar hún loksins losnaði komst hún til drengsins og síðan gekk vel að koma honum á slysavarðstofuna. „Ég var í raun mjög heppin, en þetta hefði getað farið verr og sem betur fer var einungis um handleggsbrot að ræða en ekki eitthvað verra. Ég vona bara að enginn hafi lent í alvarlegri vandræðum út af þessum mótmælum," segir Þorbjörg. Sonur hennar hefur nú jafnað sig að hennar sögn og er sprækur með forláta gifs á hendinni. „En ég krefst þess af þessum ágætu mótmælendum að þeir skipuleggi svona hluti með lögreglunni fyrirfram."
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira