Ingibjörg vill skoða tollalækkanir á fugla-og svínakjöti 30. mars 2008 13:29 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að hún telji rétt að skoða þann kost að lækka verulega tolla á innflutt matvæli sem ekki teljast til hefðbundins landbúnaðar, svo sem á fugla- og svínakjöti. Það snertir hag bænda ekki nema óbeint en hefði veruleg áhrif á hag neytenda. Þetta kom fram í ræðu hennar á flokksþingi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir. Hvað efnahagvandann varðar segir Ingibjörg að senda verði skýr skilaboð til þeirra spákaupmanna sem nú gera áhlaup á íslensku bankana að því áhlaupi verði hrundið. „Að við ætlum að verja efnahagskerfi okkar með ráðum og dáð. Það verður ekki sársaukalaust. Það kann að fela í sér umtalsverða lántöku af hálfu ríkissjóðs til að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans - jafnvel þó lánamarkaðir séu óhagstæðir - en það kann líka að fela í sér að stýrivextir þurfi að hækka enn meira en þegar er orðið," segir Ingibjörg. „Vel kann að vera að einhverjir einstakir Íslendingar hafi fyllilega unnið fyrir vondu umtali á erlendri grundu og eigi þar fátt gott skilið. En það á ekki við um Ísland í heild og ef bankarnir skaðast er skaðinn okkar allra. Fjármálastofnanirnar eru mikilvægur atvinnuvegur landsmanna sem veita þúsundum atvinnu hér heima og erlendis." Þá segir Ingibjörg að allir þurfi að leggjast á eitt við að sigrast á verðbólgunni. „Það er engan veginn hægt að sætta sig við yfirlýsingar kaupmanna um 20-30% hækkun á matvælaverði eru algjörlega óásættanleg tilraun til að fría sig undan ábyrgum rekstri á samkeppnismarkaði. Við sættum okkur ekki við að menn skapi sér lag til að hækka verð umfram nauðsyn og mun viðskiptaráðherra hitta forsvarsmenn ASÍ og Neytendasamtakanna til að ræða vöktun verðlags af hálfu þessara aðila á þriðjudaginn. Ég tel víst að þeir kaupmenn sem hér um ræðir sjái að sér og vinni með okkur í baráttunni gegn verðbólgu," segir Ingibjörg. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að hún telji rétt að skoða þann kost að lækka verulega tolla á innflutt matvæli sem ekki teljast til hefðbundins landbúnaðar, svo sem á fugla- og svínakjöti. Það snertir hag bænda ekki nema óbeint en hefði veruleg áhrif á hag neytenda. Þetta kom fram í ræðu hennar á flokksþingi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir. Hvað efnahagvandann varðar segir Ingibjörg að senda verði skýr skilaboð til þeirra spákaupmanna sem nú gera áhlaup á íslensku bankana að því áhlaupi verði hrundið. „Að við ætlum að verja efnahagskerfi okkar með ráðum og dáð. Það verður ekki sársaukalaust. Það kann að fela í sér umtalsverða lántöku af hálfu ríkissjóðs til að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans - jafnvel þó lánamarkaðir séu óhagstæðir - en það kann líka að fela í sér að stýrivextir þurfi að hækka enn meira en þegar er orðið," segir Ingibjörg. „Vel kann að vera að einhverjir einstakir Íslendingar hafi fyllilega unnið fyrir vondu umtali á erlendri grundu og eigi þar fátt gott skilið. En það á ekki við um Ísland í heild og ef bankarnir skaðast er skaðinn okkar allra. Fjármálastofnanirnar eru mikilvægur atvinnuvegur landsmanna sem veita þúsundum atvinnu hér heima og erlendis." Þá segir Ingibjörg að allir þurfi að leggjast á eitt við að sigrast á verðbólgunni. „Það er engan veginn hægt að sætta sig við yfirlýsingar kaupmanna um 20-30% hækkun á matvælaverði eru algjörlega óásættanleg tilraun til að fría sig undan ábyrgum rekstri á samkeppnismarkaði. Við sættum okkur ekki við að menn skapi sér lag til að hækka verð umfram nauðsyn og mun viðskiptaráðherra hitta forsvarsmenn ASÍ og Neytendasamtakanna til að ræða vöktun verðlags af hálfu þessara aðila á þriðjudaginn. Ég tel víst að þeir kaupmenn sem hér um ræðir sjái að sér og vinni með okkur í baráttunni gegn verðbólgu," segir Ingibjörg.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira