Ingibjörg vill skoða tollalækkanir á fugla-og svínakjöti 30. mars 2008 13:29 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að hún telji rétt að skoða þann kost að lækka verulega tolla á innflutt matvæli sem ekki teljast til hefðbundins landbúnaðar, svo sem á fugla- og svínakjöti. Það snertir hag bænda ekki nema óbeint en hefði veruleg áhrif á hag neytenda. Þetta kom fram í ræðu hennar á flokksþingi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir. Hvað efnahagvandann varðar segir Ingibjörg að senda verði skýr skilaboð til þeirra spákaupmanna sem nú gera áhlaup á íslensku bankana að því áhlaupi verði hrundið. „Að við ætlum að verja efnahagskerfi okkar með ráðum og dáð. Það verður ekki sársaukalaust. Það kann að fela í sér umtalsverða lántöku af hálfu ríkissjóðs til að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans - jafnvel þó lánamarkaðir séu óhagstæðir - en það kann líka að fela í sér að stýrivextir þurfi að hækka enn meira en þegar er orðið," segir Ingibjörg. „Vel kann að vera að einhverjir einstakir Íslendingar hafi fyllilega unnið fyrir vondu umtali á erlendri grundu og eigi þar fátt gott skilið. En það á ekki við um Ísland í heild og ef bankarnir skaðast er skaðinn okkar allra. Fjármálastofnanirnar eru mikilvægur atvinnuvegur landsmanna sem veita þúsundum atvinnu hér heima og erlendis." Þá segir Ingibjörg að allir þurfi að leggjast á eitt við að sigrast á verðbólgunni. „Það er engan veginn hægt að sætta sig við yfirlýsingar kaupmanna um 20-30% hækkun á matvælaverði eru algjörlega óásættanleg tilraun til að fría sig undan ábyrgum rekstri á samkeppnismarkaði. Við sættum okkur ekki við að menn skapi sér lag til að hækka verð umfram nauðsyn og mun viðskiptaráðherra hitta forsvarsmenn ASÍ og Neytendasamtakanna til að ræða vöktun verðlags af hálfu þessara aðila á þriðjudaginn. Ég tel víst að þeir kaupmenn sem hér um ræðir sjái að sér og vinni með okkur í baráttunni gegn verðbólgu," segir Ingibjörg. Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Fleiri fréttir Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að hún telji rétt að skoða þann kost að lækka verulega tolla á innflutt matvæli sem ekki teljast til hefðbundins landbúnaðar, svo sem á fugla- og svínakjöti. Það snertir hag bænda ekki nema óbeint en hefði veruleg áhrif á hag neytenda. Þetta kom fram í ræðu hennar á flokksþingi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir. Hvað efnahagvandann varðar segir Ingibjörg að senda verði skýr skilaboð til þeirra spákaupmanna sem nú gera áhlaup á íslensku bankana að því áhlaupi verði hrundið. „Að við ætlum að verja efnahagskerfi okkar með ráðum og dáð. Það verður ekki sársaukalaust. Það kann að fela í sér umtalsverða lántöku af hálfu ríkissjóðs til að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans - jafnvel þó lánamarkaðir séu óhagstæðir - en það kann líka að fela í sér að stýrivextir þurfi að hækka enn meira en þegar er orðið," segir Ingibjörg. „Vel kann að vera að einhverjir einstakir Íslendingar hafi fyllilega unnið fyrir vondu umtali á erlendri grundu og eigi þar fátt gott skilið. En það á ekki við um Ísland í heild og ef bankarnir skaðast er skaðinn okkar allra. Fjármálastofnanirnar eru mikilvægur atvinnuvegur landsmanna sem veita þúsundum atvinnu hér heima og erlendis." Þá segir Ingibjörg að allir þurfi að leggjast á eitt við að sigrast á verðbólgunni. „Það er engan veginn hægt að sætta sig við yfirlýsingar kaupmanna um 20-30% hækkun á matvælaverði eru algjörlega óásættanleg tilraun til að fría sig undan ábyrgum rekstri á samkeppnismarkaði. Við sættum okkur ekki við að menn skapi sér lag til að hækka verð umfram nauðsyn og mun viðskiptaráðherra hitta forsvarsmenn ASÍ og Neytendasamtakanna til að ræða vöktun verðlags af hálfu þessara aðila á þriðjudaginn. Ég tel víst að þeir kaupmenn sem hér um ræðir sjái að sér og vinni með okkur í baráttunni gegn verðbólgu," segir Ingibjörg.
Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Fleiri fréttir Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Sjá meira