Ingibjörg vill skoða tollalækkanir á fugla-og svínakjöti 30. mars 2008 13:29 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að hún telji rétt að skoða þann kost að lækka verulega tolla á innflutt matvæli sem ekki teljast til hefðbundins landbúnaðar, svo sem á fugla- og svínakjöti. Það snertir hag bænda ekki nema óbeint en hefði veruleg áhrif á hag neytenda. Þetta kom fram í ræðu hennar á flokksþingi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir. Hvað efnahagvandann varðar segir Ingibjörg að senda verði skýr skilaboð til þeirra spákaupmanna sem nú gera áhlaup á íslensku bankana að því áhlaupi verði hrundið. „Að við ætlum að verja efnahagskerfi okkar með ráðum og dáð. Það verður ekki sársaukalaust. Það kann að fela í sér umtalsverða lántöku af hálfu ríkissjóðs til að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans - jafnvel þó lánamarkaðir séu óhagstæðir - en það kann líka að fela í sér að stýrivextir þurfi að hækka enn meira en þegar er orðið," segir Ingibjörg. „Vel kann að vera að einhverjir einstakir Íslendingar hafi fyllilega unnið fyrir vondu umtali á erlendri grundu og eigi þar fátt gott skilið. En það á ekki við um Ísland í heild og ef bankarnir skaðast er skaðinn okkar allra. Fjármálastofnanirnar eru mikilvægur atvinnuvegur landsmanna sem veita þúsundum atvinnu hér heima og erlendis." Þá segir Ingibjörg að allir þurfi að leggjast á eitt við að sigrast á verðbólgunni. „Það er engan veginn hægt að sætta sig við yfirlýsingar kaupmanna um 20-30% hækkun á matvælaverði eru algjörlega óásættanleg tilraun til að fría sig undan ábyrgum rekstri á samkeppnismarkaði. Við sættum okkur ekki við að menn skapi sér lag til að hækka verð umfram nauðsyn og mun viðskiptaráðherra hitta forsvarsmenn ASÍ og Neytendasamtakanna til að ræða vöktun verðlags af hálfu þessara aðila á þriðjudaginn. Ég tel víst að þeir kaupmenn sem hér um ræðir sjái að sér og vinni með okkur í baráttunni gegn verðbólgu," segir Ingibjörg. Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Heitavatnsleki geti leikið hús jafn illa og bruni Prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að hún telji rétt að skoða þann kost að lækka verulega tolla á innflutt matvæli sem ekki teljast til hefðbundins landbúnaðar, svo sem á fugla- og svínakjöti. Það snertir hag bænda ekki nema óbeint en hefði veruleg áhrif á hag neytenda. Þetta kom fram í ræðu hennar á flokksþingi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir. Hvað efnahagvandann varðar segir Ingibjörg að senda verði skýr skilaboð til þeirra spákaupmanna sem nú gera áhlaup á íslensku bankana að því áhlaupi verði hrundið. „Að við ætlum að verja efnahagskerfi okkar með ráðum og dáð. Það verður ekki sársaukalaust. Það kann að fela í sér umtalsverða lántöku af hálfu ríkissjóðs til að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans - jafnvel þó lánamarkaðir séu óhagstæðir - en það kann líka að fela í sér að stýrivextir þurfi að hækka enn meira en þegar er orðið," segir Ingibjörg. „Vel kann að vera að einhverjir einstakir Íslendingar hafi fyllilega unnið fyrir vondu umtali á erlendri grundu og eigi þar fátt gott skilið. En það á ekki við um Ísland í heild og ef bankarnir skaðast er skaðinn okkar allra. Fjármálastofnanirnar eru mikilvægur atvinnuvegur landsmanna sem veita þúsundum atvinnu hér heima og erlendis." Þá segir Ingibjörg að allir þurfi að leggjast á eitt við að sigrast á verðbólgunni. „Það er engan veginn hægt að sætta sig við yfirlýsingar kaupmanna um 20-30% hækkun á matvælaverði eru algjörlega óásættanleg tilraun til að fría sig undan ábyrgum rekstri á samkeppnismarkaði. Við sættum okkur ekki við að menn skapi sér lag til að hækka verð umfram nauðsyn og mun viðskiptaráðherra hitta forsvarsmenn ASÍ og Neytendasamtakanna til að ræða vöktun verðlags af hálfu þessara aðila á þriðjudaginn. Ég tel víst að þeir kaupmenn sem hér um ræðir sjái að sér og vinni með okkur í baráttunni gegn verðbólgu," segir Ingibjörg.
Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Heitavatnsleki geti leikið hús jafn illa og bruni Prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Sjá meira