Viðskipti innlent

Rekstur Seðlabankans skilaði 1,2 milljarða kr. tapi í fyrra

Tap varð á rekstri Seðlabanka Íslands á liðnu ári og nemur það rúmlega 1,2 milljarði króna. Árið áður eða 2006 varð hinsvegar tæplega 12 milljarða króna hagnaður af rekstri bankans.

Fjallað er um reksturinn í ársskýrslu Seðlabankans sem birt var á aðalfundi bankans nú fyrir helgina. Þar segir að hin mikla breyting á rekstri bankans úr góðum hagnaði 2006 og yfir í tap á síðasta ári skýrist fyrst og fremst af gengismun.

Árið 2006 nam gengishagnaður tæpum 12 milljörðum kr. en á síðasta ári nam gengistap tæpum 6 milljörðum kr.

Sé gengistapið talið frá nam hagnaðurinn af rekstri Seðlabankans á síðasta ári tæplega 4,7 milljörðum kr.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×