Innlent

Mótmælafundur á Austurvelli á morgun gegn háu olíuverði

Það eru fleiri en vörubílstjórar sem blöskrar álögur yfirvalda og olíufélaga á eldsneyti.
Það eru fleiri en vörubílstjórar sem blöskrar álögur yfirvalda og olíufélaga á eldsneyti. MYND/Egill

Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun klukkan 16 þar sem allir eru hvattir til þess að mótmæla háum álögum á eldsneytisverð.

Fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum að mótmælunum sé beint gegn Alþingi og olíufélögunum. Á vef Ferðaklúbbsins 4X4 segir að það séu fyrst og fremst hinir almennu borgarar sem standi að mótmælunum en einnig fjölmörg áhugafélög og félög atvinnubílstjóra. Er það ósk skipuleggjenda að allir sem láta sig málið varða mæti og sýni samstöðu.

Þeir sem koma akandi eru beðnir um að mæta hjá hjá R. Sigmundssyni að Klettagörðum 25 milli klukkan þrjú og hálffjögur og verður ekið þaðan í halarófu niður á Austurvöll. Skorað er á stjórnvöld og olíufélögin að lækka álögur á eldsneyti strax, burtséð frá verði á heimsmarkaði og gengi krónunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×