Lífið

Dansararnir fengu að fjúka

sev skrifar
Júróbandið vinnur þessa dagana að því hörðum höndum að fínpússa atriði sitt í Eurovision keppninni í maí. Meðal breytinga sem gerðar hafa verið er að engir dansarar verða á sviðinu með þeim Friðriki og Regínu í Serbíu, en í stað þeirra bætast við bakraddasöngvarar.

Friðrik Ómar sagði í samtali við Vísi að það væri að sjálfsögðu leiðinlegt að dansararnir kæmust ekki með. Margar tilraunir hefðu verið gerðar með flutning lagsins, en þegar bakröddunum var bætt við hafi lagið verið mun þéttara, og lagahöfundarnir því ákveðið að fórna dansatriðinu fyrir öflugri söng.

Júróbandið er þessa dagana í tökum fyrir myndband við This is my life, og kemur það fyrir sjónir landsmanna á næstu dögum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×