Einkaþota ráðherra kostar sex milljónum meira en áætlunarflug Andri Ólafsson skrifar 1. apríl 2008 17:47 Það kostar skattgreiðendur tæpum sex milljónum meira að ferja Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og föruneyti þeirra á NATO-fund með einkaþotu en í almennu flugi. Gréta Ingþórsdóttir, aðstoðarkona forsætisráðherra, sagði í samtali við Vísi í dag að kostnaðarmuninn á ferðinni miðað við áætlunarflug óverulegan. Jafnframt bætti hún við að þetta verið nauðsynlegt þar sem þurft hefði að gista í London yfir nótt ef farið hefði verið með almennu flugi. Þetta er ekki alveg rétt hjá Grétu. Samkvæmt upplýsingum frá dohop.com leitarvélinni er hægt að fljúga frá Keflavík til Heathrow og þaðan til Búkarest á miðvikudag og svo til baka á föstudag fyrir 131 þúsund krónur á mann. Verðið miðast við að flogið sé með Icelandair til London og British Airways til Búkarest. Samkvæmt upplýsingum Vísis er 10 manna föruneyti frá forsætis- og utanríkisráðuneytinu á leiðinni til Búkarest og samanlagður kostnaður vegna ferðar af þessu tagi ætti því að vera rúmar 1300 þúsund krónur, ef skynsamlega væri haldið utan um budduna það er að segja. Eins og Vísir sagði frá í dag ákváðu Geir og Ingibjörg hins vegar að ráðlegra væri að leigja einkaþotu frá fyrirtækinu Icejet og fljúga beint til Búkarest. Samkvæmt upplýsingum Vísis er Dornier einkaþota af því tagi sem Geir og Ingibjörg hafa leigt um sex tíma að fljúga til Búkarest og aðra sex að fljúga til baka. Klukkutíminn er leigður út af Icejet, samkvæmt upplýsingum Vísis, á um 5 þúsund evrur. Það þýðir að ferðin fram og tilbaka kostar 60 þúsund evrur eða um 7.2 milljónir íslenskra króna. Það þýðir jafnframt að ef tíu eru í föruneyti Geirs og Ingibjargar sé kostnaðurinn á hvern og einn um 720 þúsund krónur. Munurinn á því að föruneyti Geirs og Ingibjargar ferðist með einkaþotu en ekki í almennu flugi er því 5,9 milljónir íslenskra króna. Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Það kostar skattgreiðendur tæpum sex milljónum meira að ferja Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og föruneyti þeirra á NATO-fund með einkaþotu en í almennu flugi. Gréta Ingþórsdóttir, aðstoðarkona forsætisráðherra, sagði í samtali við Vísi í dag að kostnaðarmuninn á ferðinni miðað við áætlunarflug óverulegan. Jafnframt bætti hún við að þetta verið nauðsynlegt þar sem þurft hefði að gista í London yfir nótt ef farið hefði verið með almennu flugi. Þetta er ekki alveg rétt hjá Grétu. Samkvæmt upplýsingum frá dohop.com leitarvélinni er hægt að fljúga frá Keflavík til Heathrow og þaðan til Búkarest á miðvikudag og svo til baka á föstudag fyrir 131 þúsund krónur á mann. Verðið miðast við að flogið sé með Icelandair til London og British Airways til Búkarest. Samkvæmt upplýsingum Vísis er 10 manna föruneyti frá forsætis- og utanríkisráðuneytinu á leiðinni til Búkarest og samanlagður kostnaður vegna ferðar af þessu tagi ætti því að vera rúmar 1300 þúsund krónur, ef skynsamlega væri haldið utan um budduna það er að segja. Eins og Vísir sagði frá í dag ákváðu Geir og Ingibjörg hins vegar að ráðlegra væri að leigja einkaþotu frá fyrirtækinu Icejet og fljúga beint til Búkarest. Samkvæmt upplýsingum Vísis er Dornier einkaþota af því tagi sem Geir og Ingibjörg hafa leigt um sex tíma að fljúga til Búkarest og aðra sex að fljúga til baka. Klukkutíminn er leigður út af Icejet, samkvæmt upplýsingum Vísis, á um 5 þúsund evrur. Það þýðir að ferðin fram og tilbaka kostar 60 þúsund evrur eða um 7.2 milljónir íslenskra króna. Það þýðir jafnframt að ef tíu eru í föruneyti Geirs og Ingibjargar sé kostnaðurinn á hvern og einn um 720 þúsund krónur. Munurinn á því að föruneyti Geirs og Ingibjargar ferðist með einkaþotu en ekki í almennu flugi er því 5,9 milljónir íslenskra króna.
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira