Einkaþota ráðherra kostar sex milljónum meira en áætlunarflug Andri Ólafsson skrifar 1. apríl 2008 17:47 Það kostar skattgreiðendur tæpum sex milljónum meira að ferja Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og föruneyti þeirra á NATO-fund með einkaþotu en í almennu flugi. Gréta Ingþórsdóttir, aðstoðarkona forsætisráðherra, sagði í samtali við Vísi í dag að kostnaðarmuninn á ferðinni miðað við áætlunarflug óverulegan. Jafnframt bætti hún við að þetta verið nauðsynlegt þar sem þurft hefði að gista í London yfir nótt ef farið hefði verið með almennu flugi. Þetta er ekki alveg rétt hjá Grétu. Samkvæmt upplýsingum frá dohop.com leitarvélinni er hægt að fljúga frá Keflavík til Heathrow og þaðan til Búkarest á miðvikudag og svo til baka á föstudag fyrir 131 þúsund krónur á mann. Verðið miðast við að flogið sé með Icelandair til London og British Airways til Búkarest. Samkvæmt upplýsingum Vísis er 10 manna föruneyti frá forsætis- og utanríkisráðuneytinu á leiðinni til Búkarest og samanlagður kostnaður vegna ferðar af þessu tagi ætti því að vera rúmar 1300 þúsund krónur, ef skynsamlega væri haldið utan um budduna það er að segja. Eins og Vísir sagði frá í dag ákváðu Geir og Ingibjörg hins vegar að ráðlegra væri að leigja einkaþotu frá fyrirtækinu Icejet og fljúga beint til Búkarest. Samkvæmt upplýsingum Vísis er Dornier einkaþota af því tagi sem Geir og Ingibjörg hafa leigt um sex tíma að fljúga til Búkarest og aðra sex að fljúga til baka. Klukkutíminn er leigður út af Icejet, samkvæmt upplýsingum Vísis, á um 5 þúsund evrur. Það þýðir að ferðin fram og tilbaka kostar 60 þúsund evrur eða um 7.2 milljónir íslenskra króna. Það þýðir jafnframt að ef tíu eru í föruneyti Geirs og Ingibjargar sé kostnaðurinn á hvern og einn um 720 þúsund krónur. Munurinn á því að föruneyti Geirs og Ingibjargar ferðist með einkaþotu en ekki í almennu flugi er því 5,9 milljónir íslenskra króna. Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Það kostar skattgreiðendur tæpum sex milljónum meira að ferja Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og föruneyti þeirra á NATO-fund með einkaþotu en í almennu flugi. Gréta Ingþórsdóttir, aðstoðarkona forsætisráðherra, sagði í samtali við Vísi í dag að kostnaðarmuninn á ferðinni miðað við áætlunarflug óverulegan. Jafnframt bætti hún við að þetta verið nauðsynlegt þar sem þurft hefði að gista í London yfir nótt ef farið hefði verið með almennu flugi. Þetta er ekki alveg rétt hjá Grétu. Samkvæmt upplýsingum frá dohop.com leitarvélinni er hægt að fljúga frá Keflavík til Heathrow og þaðan til Búkarest á miðvikudag og svo til baka á föstudag fyrir 131 þúsund krónur á mann. Verðið miðast við að flogið sé með Icelandair til London og British Airways til Búkarest. Samkvæmt upplýsingum Vísis er 10 manna föruneyti frá forsætis- og utanríkisráðuneytinu á leiðinni til Búkarest og samanlagður kostnaður vegna ferðar af þessu tagi ætti því að vera rúmar 1300 þúsund krónur, ef skynsamlega væri haldið utan um budduna það er að segja. Eins og Vísir sagði frá í dag ákváðu Geir og Ingibjörg hins vegar að ráðlegra væri að leigja einkaþotu frá fyrirtækinu Icejet og fljúga beint til Búkarest. Samkvæmt upplýsingum Vísis er Dornier einkaþota af því tagi sem Geir og Ingibjörg hafa leigt um sex tíma að fljúga til Búkarest og aðra sex að fljúga til baka. Klukkutíminn er leigður út af Icejet, samkvæmt upplýsingum Vísis, á um 5 þúsund evrur. Það þýðir að ferðin fram og tilbaka kostar 60 þúsund evrur eða um 7.2 milljónir íslenskra króna. Það þýðir jafnframt að ef tíu eru í föruneyti Geirs og Ingibjargar sé kostnaðurinn á hvern og einn um 720 þúsund krónur. Munurinn á því að föruneyti Geirs og Ingibjargar ferðist með einkaþotu en ekki í almennu flugi er því 5,9 milljónir íslenskra króna.
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira