Innlent

Forsætisráðuneyti neitar að upplýsa kostnað við einkaþotu

Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flugu í einkaþotu til Búkarest í morgun.
Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flugu í einkaþotu til Búkarest í morgun. MYND/Stöð 2

Forsætisráðuneytið ætlar ekki að gefa upp kostnað vegna leigu á einkaþotu undir Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og fylgdarlið þeirra til Búkarest. Þetta staðfesti Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri í dag.

"Við gerðum heiðursmannasamkomulag við leigusalann um að gefa ekki upp kostnaðinn og stöndum við það," segir Bolli.

Það var einkaflugvélaleigan IceJet sem leigir vélina út. Gréta Ingþórsdóttir, aðstoðarkona Geirs H. Haarde, hefur látið hafa eftir sér að verðið hafi verið afskaplega sanngjarnt og ekki mikið dýrara en farþegaflug. Útreikningar Vísis sýna þó að það hafi verið um sex milljónum dýrara að leigja einkaþotuna undir mannskapinn en að ferðast með farþegaflugi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×