Innlent

Ung Vinstri-græn leiðbeina ráðherrum í Rúmeníu

Hér má sjá leiðbeiningarnar sem sendar voru ráðherrum. Hægt er að sjá þær stærri með því að smella á myndina.
Hér má sjá leiðbeiningarnar sem sendar voru ráðherrum. Hægt er að sjá þær stærri með því að smella á myndina.

Ung Vinstri-græn hafa útbúið bækling sem og sent með hraðpósti til forsætis- og utanríkisráðherra á fundi þeirra í Rúmeníu. Þar er að finna leiðbeiningar um það hvernig ráðherrarnir geta komist heim frá Rúmeníu án einkaþotu.

„Í þeim óróleika sem nú er uppi í samfélaginu þurfum við öll að standa saman" segir Auðir Lilja Erlingsdóttir, formaður UVG.

„Þess vegna ákváðum við að senda ráðherrum þjóðarinnar leiðbeiningar um hvernig hægt er að komast heim frá NATO-fundinum í Rúmeníu án þess að nota einkaþotu. Eftir yfirlýsingar ráðherra undanfarna daga vorum við farin að halda að ekki væri hægt að komast heim með almenningsflugi, en það reyndist sem betur fer rangt."

Þú getur séð myndina stærri með því að smella á hana.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×