Félagið Vinir Tíbets hyggst vekja almenning til vitundar 7. apríl 2008 14:03 Birgitta Jónsdóttir Félagið Vinir Tíbets var stofnað á Kaffi Hljómalind í gær og eru stofnfélagar 35 talsins. „Við munum gera ýmislegt til að láta rödd okkar heyrast, t.d. hyggjumst við hvetja fólk til að skrifa greinar tengdar ástandinu í Tíbet," sagði Birgitta Jónsdóttir, formaður félagsins. Hún sagði almenning ekki hafa vitneskju um nema brot af þeim hörmungum sem í raun eigi sér stað í Tíbet enda hafi kínversk stjórnvöld takmarkað aðgengi fjölmiðlafólks þar. „Þetta er ekki eins mikið í fréttum og við vildum miðað við hvað er í gangi. Kona á stofnfundinum sagðist hafa hitt flóttastelpu frá Tíbet í síðustu viku sem varð vitni að því um daginn þegar 16 ára gömul stelpa var dregin út af heimili sínu og skotin út á miðri götu bara fyrir að eiga mynd af Dalai Lama. Í fyrradag voru átta munkar skotnir fyrir að neita að afneita Dalai Lama," segir Birgitta og bætir því við að samkvæmt upplýsingum frá umræddri flóttamanneskju sé tala þeirra sem látið hafa lífið í ofsóknunum nálægt 2.000 manns í stað þeirra 18 sem kínversk yfirvöld hafi gefið upplýsingar um. Birgitta segir Vini Tíbets ætla að standa fyrir ýmsum uppákomum til að vekja athygli á málstaðnum, á næstunni standi t.d. til að vera með uppákomu þar sem listafólk verði virkjað til að leggja fram krafta sína, ljós- og kvikmyndasýningar með efni tengdu Tíbet verði haldnar og fleira. „Það eru æ fleiri að vakna upp við það að það verður bara eitthvað að gerast í þessu máli áður en þarna verður framið menningarlegt þjóðarmorð miðað við hvað maður heyrir frá Tíbetum sem búa hér," sagði Birgitta. „Þetta fólk er svo sérstakt. Ég hef aldrei heyrt þá hallmæla t.d. kínversku þjóðinni. Þeir tala alltaf um „stjórnvöldin" og líta á Kínverja sem sína þjáningar-bræður og systur undir þessu kerfi," sagði hún að lokum. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Félagið Vinir Tíbets var stofnað á Kaffi Hljómalind í gær og eru stofnfélagar 35 talsins. „Við munum gera ýmislegt til að láta rödd okkar heyrast, t.d. hyggjumst við hvetja fólk til að skrifa greinar tengdar ástandinu í Tíbet," sagði Birgitta Jónsdóttir, formaður félagsins. Hún sagði almenning ekki hafa vitneskju um nema brot af þeim hörmungum sem í raun eigi sér stað í Tíbet enda hafi kínversk stjórnvöld takmarkað aðgengi fjölmiðlafólks þar. „Þetta er ekki eins mikið í fréttum og við vildum miðað við hvað er í gangi. Kona á stofnfundinum sagðist hafa hitt flóttastelpu frá Tíbet í síðustu viku sem varð vitni að því um daginn þegar 16 ára gömul stelpa var dregin út af heimili sínu og skotin út á miðri götu bara fyrir að eiga mynd af Dalai Lama. Í fyrradag voru átta munkar skotnir fyrir að neita að afneita Dalai Lama," segir Birgitta og bætir því við að samkvæmt upplýsingum frá umræddri flóttamanneskju sé tala þeirra sem látið hafa lífið í ofsóknunum nálægt 2.000 manns í stað þeirra 18 sem kínversk yfirvöld hafi gefið upplýsingar um. Birgitta segir Vini Tíbets ætla að standa fyrir ýmsum uppákomum til að vekja athygli á málstaðnum, á næstunni standi t.d. til að vera með uppákomu þar sem listafólk verði virkjað til að leggja fram krafta sína, ljós- og kvikmyndasýningar með efni tengdu Tíbet verði haldnar og fleira. „Það eru æ fleiri að vakna upp við það að það verður bara eitthvað að gerast í þessu máli áður en þarna verður framið menningarlegt þjóðarmorð miðað við hvað maður heyrir frá Tíbetum sem búa hér," sagði Birgitta. „Þetta fólk er svo sérstakt. Ég hef aldrei heyrt þá hallmæla t.d. kínversku þjóðinni. Þeir tala alltaf um „stjórnvöldin" og líta á Kínverja sem sína þjáningar-bræður og systur undir þessu kerfi," sagði hún að lokum.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira