Erlent

Gæti fengið fimm ára dóm fyrir árás með broddgelti

Broddgöltur, þó ekki árásarvopnið.
Broddgöltur, þó ekki árásarvopnið.

Nýsjálenskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir vopnaða árás og gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi verði hann sekur fundinn en hann kastaði broddgelti í 15 ára dreng í febrúar. Drengurinn hlaut bólgu á fæti og mörg stungusár en þurfti þó ekki að leita læknis.

Ákærði kveðst sýkn saka en enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort hann verði einnig ákærður fyrir illa meðferð á dýri. Gölturinn var horfinn á vit feðra sinna þegar hann var tekinn í vörslu lögreglu sem sönnunargagn en óljóst er hvort hann var lífs eða liðinn þegar honum var grýtt í piltinn. Búist er við að aðalmeðferð málsins hefjist 17. apríl fyrir dómstól í Wellington.

AP greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×