Innlent

Segjast geta breytt koltvísýringi og vetni í eldsneyti

Ísland gæti orðið óháð innflutningi á olíu ef áform fyrirtækisins Carbon Recycling International ganga eftir. Í dag sýndu fulltrúar fyrirtækisins hvernig hægt er að umbreyta koltvísýringsútblæstri frá jarðvarmavirkjunum og vetni yfir í fljótandi eldsneyti.

Fyrirtækið er í eigu íslenskra og erlendra fjárfesta en það sérhæfir sig í þróun á nýrri tækni sem umbreytir koltvísýringsútblæstri yfir í metanól.

Í dag héldu fulltrúar fyrirtækisins kynningarfund í Húsnæði Háskólans í Reykjavík við Höfðabakka en þar hefur einnig verið komið upp sérstökum tilraunabúnaði sem byggir á hinni nýju tækni. Búnaðurinn getur framleitt um 40 lítra af metanóli á dag og var sérstaklega kveikt í vökvanum til að sýna fram á gæði hans.

Fyrirtækið hefur hug á að reisa verksmiðju á svæði Hitaveitu Suðurnesja við Svartsengi þar sem útblástur frá jarðvarmavirkjunum verður notaður til að vinna metanólið. Á verksmiðjan að geta framleitt um 4,5 milljón lítra af metanóli á ári.

Reiknað er með því að framkvæmdir geti hafist á þessu ári. Skili verksmiðjan áætlaðri arðsemi er ætlunin að reisa enn stærri verksmiðju en fulltrúar Carbon Recycling fullyrða að í framtíðinni geti Ísland með þessari framleiðslu orðið óháð innflutning á olíu.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir verkefnið vera mjög áhugavert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×