Viðskipti innlent

Grænt um að litast í Kauphöllinni í dag

MYND/Stefán

Það var grænt um að litast í Kauphöll Íslands við lokun markaða í dag og endaði úrvalsvísitalan í 5450 stigum og hafði hækkað um 0,40 prósent.

Skipti, móðurfélag Símans, hækkaði mest allra fyrirtækja, eða um 7,3 prósent en þar á eftir kom SPRON en bréf þess hækkuðu um 5,45 prósent. Þá hækkaði Exista um 1,63 prósent og FL Group um 1,39 prósent. Eitt félag lækkaði í dag, hið færeyska Atlantic Petroleum, um 0,28 prósent.

Þá styrktist gengisvísitalan um 0,83 prósent og veiktist gengi krónunnar sem því nemur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×