Erlent

Berlusconi segir hægri konur fallegri en vinstrisinnaðar

Ítalski stjórnmálamaðurinn Silvio Berlusconi er aftur kominn í sviðsljósið í heimalandi sínu fyrir undarlega yfirlýsingu að þessu sinni um fegurð kvenna

Berlusconi lét þau orð falla að hægrisinnaðar stjórnmálakonur væru mun fallegri en kynsystur þeirra á vinstri kantinum og að vinstri menn hefðu engan smekk fyrir konum.

Berlusconi á að baki langa sögu í yfirlýsingum af þessu tagi en sem stendur hefur flokkur hans góða stöðu í skoðanakönnunum fyrir þingkosningarnir á Ítalíu um helgina. Haft var eftir Berlusconi að þegar hann liti í kringum sig á ítalska þinginu tæki hann eftir að konur hægri flokkana væru fallegri en þær sem tilheyrðu vinstri flokkunum. Þessi orð hans vöktu hörð viðbrögð hjá vinstriflokkunum á Ítalíu sem saka Berlusconi um karlrembu af versta tagi.

Á síðasta ári neyddist Berlusconi til þess að biðja eiginkonu sína opinberlega afsökunar eftir að hann var staðinn að því að daðra við aðrar konur.

Berlusconi hefur svarað gagnrýninni nú með því að lofa því að minnst fjórar konur verði í ráðherraliði hans ef hann vinnur kosningarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×