Innlent

Saksóknari í Póllandi segist hafa sannanir fyrir sekt Plank

Andri Ólafsson skrifar
Premyslaw Plank, sem sést hér leiddur í burtu af lögreglu í síðasta mánuði, er kallaður Plankton í undirheimum
Premyslaw Plank, sem sést hér leiddur í burtu af lögreglu í síðasta mánuði, er kallaður Plankton í undirheimum

Fulltrúi saksóknara í Bydgoszcz í Póllandi segist hafa órækar sannanir fyrir því Premyslaw Plank sé sekur um hrottalegt morð sem framið var í borginni síðasta sumar.

Plank var handtekinn í gær aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hafa lýst yfir sakleysi sínu í Kastljósi Sjónvarpsins.

Gögn saksóknara benda til þess að það hafi verið meðlimir Neidzíóla glæpaklíkunnar sem myrtu boxarann Hamel síðasta sumar og að Plank hafi verið sérfræðingur klíkunnar í því sem embættið kallar "vafasöm verkefni".

Með öðrum orðum að Plank hafi verið eins konar leigumorðingi Niedzóla glæpaklíkunnar.

Premyslaw Plank verður leiddur fyrir dómara í dag þar sem lögregla ætlar að krefjast þess að hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til hann verður framseldur til Póllands þar sem réttað verður yfir honum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×