Deilt um hvort Samfylkingin væri hlynnt skólagjöldum 16. apríl 2008 14:33 Katrín Júlíusdóttir furðaði sig á túlkun Sigurðar Kára Kristjánssonar á stefnu Samfylkingarinnar. MYND/GVA Þingmenn Samfylkingarinnar voru krafðir um svör við því hvort þeir vildu skólagjöld hjá opinberum háskólum við upphaf þingfundar í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar sagðist furða sig á og vera ósátt við túlkun formanns menntamálanefndar á stefnu flokksins í málinu. Björn Valur Gíslason, varaþingmaður Vinstri - grænna, vakti máls á því að Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður menntamálanefndar, hefði sagt í blaðaviðtali að aðeins væri tímaspursmál hvenær opinberum háskólum yrði heimilað að taka upp skólagjöld. Sagði hann þá skoðun eiga vaxandi fylgi að fagna í samstarfsflokknum Samfylkingunni. Björn Valur innti Einar Má Sigurðarson, varaformann menntamálanefnar og þingmann Samfylkingarinnar, hver afstaða flokksins væri í málinu og hvort til umræðu væri að taka upp skólagjöld í opinberum háskólum. Einar Már Sigurðarson benti á að umræður yrðu um frumvarp um opinbera háskóla á morgun og þar væri engin tillaga um heimild til upptöku skólagjalda. Sagði hann það rétt að það væri verkefni stjórnvalda að tryggja jafnstöðu háskólanna en lykilatriði væri jafnstaða skólanna og að jafnrétti til náms væri tryggt. Sagði hann Íslendinga taka skólagjöld nokkuð óskipulega í sínum háskólum og ræða þyrfti málið. Grundvallaratriðið væri að jafnrétti til náms væri tryggt. Menn ættu að nálgast málið fordómalaust. Umræða um skólagjöld verði fordómalaus Sigurður Kári Kristjánsson sagði í umræðunum hafa verið óhræddur við að segja það að hann vildi ekki banna opinberum háskólum að taka upp skólagjöld. Sagðist hann ekki sjá betur en að þau sjónarmið nytu aukins stuðnings í samfélaginu nema kannski hjá Vinstri - grænum. Þá minnti hann á að núverandi rektor Háskóla Íslands hefði lýst þeim áformum að komast í hóp hundrað bestu háskóla heims. Sagði Sigurður Kári að til þess að það næðist þyrfi skólinn að að sitja við sama borð og keppinautarnir og benti á að langflestir skólarnir á lista hinna hundrað bestu innheimtu skólagjöld. Menn þyrftu að nálgast umræðuina um skólagjöld fordómalust með hagsmuni nemenda og háskólanna í huga. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði nauðsynlegt að fá úr því skorið hver stefna Samfylkingarinnar í málinu væri. Sagði hann það njóta sívaxandi stuðnings innan Sjálfstæðisflokksins og víðar að taka upp skólagjöld við opinbera háskóla. Framsóknarflokkurinn hefði í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn staðið á bremsunni í þessum málum og það væru því mikil vonbrigði að Einar Már Sigurðarson skyldi ekki geta sagt að það kæmi ekki til greina að taka upp skólagjöld. Það væri áhyggjuefni að Samfylkingin vildi ekki útiloka skólagjöld. Hissa á túlkun formanns menntamálanefndar Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist hissa á því að Sigurður Kári Kristjánsson, skyldi taka að sér að túlka stefnu og líðan Samfylkingarinnar og hún hefði verið ósátt við það. Benti Katrín á að á landsfundi Samfylkingarinnar í fyrra hefði verið samþykkt að flokkurinn vildi stuðla að því að öllum stæði til boða gjaldfrjáls menntun frá leikskóla til háskóla. Tryggja yrði að skólagjöld yrðu ekki tekin upp í opinberum skólum. Stefna Samfylkingarinnar væri því mjög skýr. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði að það yrði að vera ljóst að ójafnræði háskólanna væri tilkomið vegna stefnu sjálfstæðismanna í málefnum háskóla. Einkaskólarnir fengju að taka skólagjöld ofan á full framlög frá ríkinu. Hún vildi sjá Samfylkinguna standa vörð um þá stefnu Vinstri - grænna að skerða ætti framlag til einkaskóla sem næmi skólagjöldum sem þeir innheimtu. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira
Þingmenn Samfylkingarinnar voru krafðir um svör við því hvort þeir vildu skólagjöld hjá opinberum háskólum við upphaf þingfundar í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar sagðist furða sig á og vera ósátt við túlkun formanns menntamálanefndar á stefnu flokksins í málinu. Björn Valur Gíslason, varaþingmaður Vinstri - grænna, vakti máls á því að Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður menntamálanefndar, hefði sagt í blaðaviðtali að aðeins væri tímaspursmál hvenær opinberum háskólum yrði heimilað að taka upp skólagjöld. Sagði hann þá skoðun eiga vaxandi fylgi að fagna í samstarfsflokknum Samfylkingunni. Björn Valur innti Einar Má Sigurðarson, varaformann menntamálanefnar og þingmann Samfylkingarinnar, hver afstaða flokksins væri í málinu og hvort til umræðu væri að taka upp skólagjöld í opinberum háskólum. Einar Már Sigurðarson benti á að umræður yrðu um frumvarp um opinbera háskóla á morgun og þar væri engin tillaga um heimild til upptöku skólagjalda. Sagði hann það rétt að það væri verkefni stjórnvalda að tryggja jafnstöðu háskólanna en lykilatriði væri jafnstaða skólanna og að jafnrétti til náms væri tryggt. Sagði hann Íslendinga taka skólagjöld nokkuð óskipulega í sínum háskólum og ræða þyrfti málið. Grundvallaratriðið væri að jafnrétti til náms væri tryggt. Menn ættu að nálgast málið fordómalaust. Umræða um skólagjöld verði fordómalaus Sigurður Kári Kristjánsson sagði í umræðunum hafa verið óhræddur við að segja það að hann vildi ekki banna opinberum háskólum að taka upp skólagjöld. Sagðist hann ekki sjá betur en að þau sjónarmið nytu aukins stuðnings í samfélaginu nema kannski hjá Vinstri - grænum. Þá minnti hann á að núverandi rektor Háskóla Íslands hefði lýst þeim áformum að komast í hóp hundrað bestu háskóla heims. Sagði Sigurður Kári að til þess að það næðist þyrfi skólinn að að sitja við sama borð og keppinautarnir og benti á að langflestir skólarnir á lista hinna hundrað bestu innheimtu skólagjöld. Menn þyrftu að nálgast umræðuina um skólagjöld fordómalust með hagsmuni nemenda og háskólanna í huga. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði nauðsynlegt að fá úr því skorið hver stefna Samfylkingarinnar í málinu væri. Sagði hann það njóta sívaxandi stuðnings innan Sjálfstæðisflokksins og víðar að taka upp skólagjöld við opinbera háskóla. Framsóknarflokkurinn hefði í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn staðið á bremsunni í þessum málum og það væru því mikil vonbrigði að Einar Már Sigurðarson skyldi ekki geta sagt að það kæmi ekki til greina að taka upp skólagjöld. Það væri áhyggjuefni að Samfylkingin vildi ekki útiloka skólagjöld. Hissa á túlkun formanns menntamálanefndar Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist hissa á því að Sigurður Kári Kristjánsson, skyldi taka að sér að túlka stefnu og líðan Samfylkingarinnar og hún hefði verið ósátt við það. Benti Katrín á að á landsfundi Samfylkingarinnar í fyrra hefði verið samþykkt að flokkurinn vildi stuðla að því að öllum stæði til boða gjaldfrjáls menntun frá leikskóla til háskóla. Tryggja yrði að skólagjöld yrðu ekki tekin upp í opinberum skólum. Stefna Samfylkingarinnar væri því mjög skýr. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði að það yrði að vera ljóst að ójafnræði háskólanna væri tilkomið vegna stefnu sjálfstæðismanna í málefnum háskóla. Einkaskólarnir fengju að taka skólagjöld ofan á full framlög frá ríkinu. Hún vildi sjá Samfylkinguna standa vörð um þá stefnu Vinstri - grænna að skerða ætti framlag til einkaskóla sem næmi skólagjöldum sem þeir innheimtu.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira