Prófessor segir auglýsingar til barna vera misnotkun 16. apríl 2008 09:30 Prófessor í félagsfræði segir auglýsingar sem beint er til barna vera misnotkun. Formaður Samtaka auglýsenda segir börn stýra innkaupum heimila og auglýsendur finni alltaf leiðir, verði bannað að auglýsa í barnatímum. Betra sé að auka auglýsingalæsi barna. „Við erum skapandi fólk. Við finnum leiðir fram hjá bönnum eins og sjá má með áfengisauglýsingar," segir Ingvi Jökull Logason, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, um auglýsingar sem beint er til barna. Því stoði lítið að banna þessar auglýsingar alfarið. Fram kemur í athugun menntamálaráðuneytisins að eingöngu í kringum barnatíma í sjónvarpi eru birtar hátt í þúsund auglýsingar árlega, á hvorri sjónvarpsstöð um sig, Sjónvarpinu og Stöð tvö. Rannsóknir sýna að tveggja ára börn þekkja vörumerki, en þau gera að jafnaði ekki skýran greinarmun á auglýsingum og dagskrárefni fyrr en um átta ára aldur. Þorbjörn Broddason, prófessor í félagsfræði, sagði í umræðum á málþingi menntamálaráðuneytisins á dögunum, að það að beina auglýsingum að börnum jaðraði við að vera misnotkun á börnum. En hvers vegna er auglýsingum beint til barna, þau hafa til dæmis ekki fjárráð? „Börn eru stór kaupendahópur. Þau búa til kauphegðum," segir Ingvi Jökull. Hann segir að seint verði alfarið komið í veg fyrir að börn sjái auglýsingar. Því þurfi fyrst og fremst að auka auglýsingalæsi barna. „Það þarf að kenna þeim að skilja á milli dagskrárefnis og auglýsinga," segir Ingvi Jökull og bætir því við að slíkt hafi þegar verð kynnt fyrir fulltrúum menntamálaráðuneytis og lífsleiknifulltrúum í skólum. „Þetta skiptir engum sköpum í sambandi við tekjurnar. Við erum alveg til í hvaða niðurstöðu sem er," sagði Páll Magnússon, útvarpsstjóri, um auglýsingar í barnatímum ríkissjónvarpsins, á málþinginu. Í sjónvarpstilskipuninni eru sett mörk við auglýsingum, en fyrirtækjum á markaði gefið svigrúm til að semja sín á milli um takmarkanir. „Við erum ekki í aðstöðu til að semja okkur frá neinu sviði tekjuöflunar, við þær aðstæður sem nú er," sagði Ari Edwald, forstjóri 365-miðla. Sjá Markaðinn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Prófessor í félagsfræði segir auglýsingar sem beint er til barna vera misnotkun. Formaður Samtaka auglýsenda segir börn stýra innkaupum heimila og auglýsendur finni alltaf leiðir, verði bannað að auglýsa í barnatímum. Betra sé að auka auglýsingalæsi barna. „Við erum skapandi fólk. Við finnum leiðir fram hjá bönnum eins og sjá má með áfengisauglýsingar," segir Ingvi Jökull Logason, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, um auglýsingar sem beint er til barna. Því stoði lítið að banna þessar auglýsingar alfarið. Fram kemur í athugun menntamálaráðuneytisins að eingöngu í kringum barnatíma í sjónvarpi eru birtar hátt í þúsund auglýsingar árlega, á hvorri sjónvarpsstöð um sig, Sjónvarpinu og Stöð tvö. Rannsóknir sýna að tveggja ára börn þekkja vörumerki, en þau gera að jafnaði ekki skýran greinarmun á auglýsingum og dagskrárefni fyrr en um átta ára aldur. Þorbjörn Broddason, prófessor í félagsfræði, sagði í umræðum á málþingi menntamálaráðuneytisins á dögunum, að það að beina auglýsingum að börnum jaðraði við að vera misnotkun á börnum. En hvers vegna er auglýsingum beint til barna, þau hafa til dæmis ekki fjárráð? „Börn eru stór kaupendahópur. Þau búa til kauphegðum," segir Ingvi Jökull. Hann segir að seint verði alfarið komið í veg fyrir að börn sjái auglýsingar. Því þurfi fyrst og fremst að auka auglýsingalæsi barna. „Það þarf að kenna þeim að skilja á milli dagskrárefnis og auglýsinga," segir Ingvi Jökull og bætir því við að slíkt hafi þegar verð kynnt fyrir fulltrúum menntamálaráðuneytis og lífsleiknifulltrúum í skólum. „Þetta skiptir engum sköpum í sambandi við tekjurnar. Við erum alveg til í hvaða niðurstöðu sem er," sagði Páll Magnússon, útvarpsstjóri, um auglýsingar í barnatímum ríkissjónvarpsins, á málþinginu. Í sjónvarpstilskipuninni eru sett mörk við auglýsingum, en fyrirtækjum á markaði gefið svigrúm til að semja sín á milli um takmarkanir. „Við erum ekki í aðstöðu til að semja okkur frá neinu sviði tekjuöflunar, við þær aðstæður sem nú er," sagði Ari Edwald, forstjóri 365-miðla. Sjá Markaðinn
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira