Prófessor segir auglýsingar til barna vera misnotkun 16. apríl 2008 09:30 Prófessor í félagsfræði segir auglýsingar sem beint er til barna vera misnotkun. Formaður Samtaka auglýsenda segir börn stýra innkaupum heimila og auglýsendur finni alltaf leiðir, verði bannað að auglýsa í barnatímum. Betra sé að auka auglýsingalæsi barna. „Við erum skapandi fólk. Við finnum leiðir fram hjá bönnum eins og sjá má með áfengisauglýsingar," segir Ingvi Jökull Logason, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, um auglýsingar sem beint er til barna. Því stoði lítið að banna þessar auglýsingar alfarið. Fram kemur í athugun menntamálaráðuneytisins að eingöngu í kringum barnatíma í sjónvarpi eru birtar hátt í þúsund auglýsingar árlega, á hvorri sjónvarpsstöð um sig, Sjónvarpinu og Stöð tvö. Rannsóknir sýna að tveggja ára börn þekkja vörumerki, en þau gera að jafnaði ekki skýran greinarmun á auglýsingum og dagskrárefni fyrr en um átta ára aldur. Þorbjörn Broddason, prófessor í félagsfræði, sagði í umræðum á málþingi menntamálaráðuneytisins á dögunum, að það að beina auglýsingum að börnum jaðraði við að vera misnotkun á börnum. En hvers vegna er auglýsingum beint til barna, þau hafa til dæmis ekki fjárráð? „Börn eru stór kaupendahópur. Þau búa til kauphegðum," segir Ingvi Jökull. Hann segir að seint verði alfarið komið í veg fyrir að börn sjái auglýsingar. Því þurfi fyrst og fremst að auka auglýsingalæsi barna. „Það þarf að kenna þeim að skilja á milli dagskrárefnis og auglýsinga," segir Ingvi Jökull og bætir því við að slíkt hafi þegar verð kynnt fyrir fulltrúum menntamálaráðuneytis og lífsleiknifulltrúum í skólum. „Þetta skiptir engum sköpum í sambandi við tekjurnar. Við erum alveg til í hvaða niðurstöðu sem er," sagði Páll Magnússon, útvarpsstjóri, um auglýsingar í barnatímum ríkissjónvarpsins, á málþinginu. Í sjónvarpstilskipuninni eru sett mörk við auglýsingum, en fyrirtækjum á markaði gefið svigrúm til að semja sín á milli um takmarkanir. „Við erum ekki í aðstöðu til að semja okkur frá neinu sviði tekjuöflunar, við þær aðstæður sem nú er," sagði Ari Edwald, forstjóri 365-miðla. Sjá Markaðinn Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Trans hatur mun éta okkur öll ef við leyfum því að stýra ferðinni“ „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Prófessor í félagsfræði segir auglýsingar sem beint er til barna vera misnotkun. Formaður Samtaka auglýsenda segir börn stýra innkaupum heimila og auglýsendur finni alltaf leiðir, verði bannað að auglýsa í barnatímum. Betra sé að auka auglýsingalæsi barna. „Við erum skapandi fólk. Við finnum leiðir fram hjá bönnum eins og sjá má með áfengisauglýsingar," segir Ingvi Jökull Logason, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, um auglýsingar sem beint er til barna. Því stoði lítið að banna þessar auglýsingar alfarið. Fram kemur í athugun menntamálaráðuneytisins að eingöngu í kringum barnatíma í sjónvarpi eru birtar hátt í þúsund auglýsingar árlega, á hvorri sjónvarpsstöð um sig, Sjónvarpinu og Stöð tvö. Rannsóknir sýna að tveggja ára börn þekkja vörumerki, en þau gera að jafnaði ekki skýran greinarmun á auglýsingum og dagskrárefni fyrr en um átta ára aldur. Þorbjörn Broddason, prófessor í félagsfræði, sagði í umræðum á málþingi menntamálaráðuneytisins á dögunum, að það að beina auglýsingum að börnum jaðraði við að vera misnotkun á börnum. En hvers vegna er auglýsingum beint til barna, þau hafa til dæmis ekki fjárráð? „Börn eru stór kaupendahópur. Þau búa til kauphegðum," segir Ingvi Jökull. Hann segir að seint verði alfarið komið í veg fyrir að börn sjái auglýsingar. Því þurfi fyrst og fremst að auka auglýsingalæsi barna. „Það þarf að kenna þeim að skilja á milli dagskrárefnis og auglýsinga," segir Ingvi Jökull og bætir því við að slíkt hafi þegar verð kynnt fyrir fulltrúum menntamálaráðuneytis og lífsleiknifulltrúum í skólum. „Þetta skiptir engum sköpum í sambandi við tekjurnar. Við erum alveg til í hvaða niðurstöðu sem er," sagði Páll Magnússon, útvarpsstjóri, um auglýsingar í barnatímum ríkissjónvarpsins, á málþinginu. Í sjónvarpstilskipuninni eru sett mörk við auglýsingum, en fyrirtækjum á markaði gefið svigrúm til að semja sín á milli um takmarkanir. „Við erum ekki í aðstöðu til að semja okkur frá neinu sviði tekjuöflunar, við þær aðstæður sem nú er," sagði Ari Edwald, forstjóri 365-miðla. Sjá Markaðinn
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Trans hatur mun éta okkur öll ef við leyfum því að stýra ferðinni“ „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira