Innlent

Hollvinir Hallargarðsins hittast við Fríkirkjuveginn

Fríkirkjuvegur 11.
Fríkirkjuvegur 11.

Á morgun sunnudaginn 20. apríl kl. 13 verða stofnuð Hollvinasamtök Hallargarðsins. Undirbúningshópurinn hafði auglýst opið hús að Fríkirkjuvegi 11 kl. 13-14 en síðdegis á föstudegi bárust boð um að búið væri að banna borgarminjaverði að sýna húsið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

„Reynt verður að fá Ólaf F. Magnússon borgarstjóra til að breyta þessari ákvörðun. Í garðinum verður stutt dagskrá þar sem m.a. Nikulás Úlfar Másson, formaður Húsafriðunarnefndar flytur ávarp, íbúi við garðinn segir frá lífinu í Hallargarðinum og Jón H. Björnsson, sem hannaði garðinn sem almenningsgarð veitir leiðsögn um hann. Fundarstjóri verður Þorgrímur Gestsson blaðamaður og rithöfundur.

Hollvinir Hallargarðsins eru hvattir til að fjölmenna kl. 13 á morgun við Fríkirkjuveg 11. Boltar og börn velkomin!"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×