Ekki eftir neinu að bíða með aðildarumsókn að ESB 29. apríl 2008 12:00 Íslendingar eiga ekki að bíða lengur með framtíðarákvarðanir um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu, segir Jón Sigurðsson fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Framsóknarflokksins. Hann segir ákvæði um úrsagnarrétt eyða vafa um stöðu fullveldis. Jón skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir heitinu Tími umsóknar er kominn þar sem hann rekur kosti og galla aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Jón segir fulla aðild Íslands að ESB einkum snerta fjögur svið: landbúnað, sjávarútveg og fiskveiðiauðlindina, peningamálastefnu og gjaldmiðilinn, og síðast en ekki síst fullveldi Íslands. Jón segir að væntanlegar stefnuákvarðanir Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar muni valda róttækum breytingum í landbúnaði á næstu árum og því verði aðild að ESB fremur til þess fallin að styrkja landbúnaðinn heldur en hitt. Jón segir sameiginlega fiskveiðistefnu ESB ekki eiga við á Íslandsmiðum þótt sjávarútvegsmálin komi til með að vera erfið viðfangs í samningum við sambandið. Viðurkennt er að útlendingar eiga ekki rétt til veiða á Íslandsmiðum bæði vegna nálægðarreglu ESB og reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika. Jón segir vanda Íslendinga á sviði gjaldeyrismála- og peningamála augljósan. Segir hann íslenska hagkerfið samanstanda af þremur gjaldmiðlum, íslenskri krónu, verðtryggðri og gengistryggðri krónu og svo evru. Seðlabankinn hafi hins vegar einungis stjórn á íslensku krónunni en til að hafa áhrif á önnur viðskipti þurfi hann að forskrúfa hana. Slíkt gangi ekki nema á stuttu millibilsskeiði og því sé evran framtíðarvalkostur. Að lokum segir Jón fulla aðild að ESB fela í sér nýja skilgreiningu fullveldis þannig að þættir þess verða sameiginlegir. Hins vegar feli aðild í sér ekki einhliða takmörkun á fullveldi Íslands þar sem úrsögn úr sambandinu sé ávallt fyrir hendi. Það eyði öllum vafa um stöðu fullveldisins. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Íslendingar eiga ekki að bíða lengur með framtíðarákvarðanir um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu, segir Jón Sigurðsson fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Framsóknarflokksins. Hann segir ákvæði um úrsagnarrétt eyða vafa um stöðu fullveldis. Jón skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir heitinu Tími umsóknar er kominn þar sem hann rekur kosti og galla aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Jón segir fulla aðild Íslands að ESB einkum snerta fjögur svið: landbúnað, sjávarútveg og fiskveiðiauðlindina, peningamálastefnu og gjaldmiðilinn, og síðast en ekki síst fullveldi Íslands. Jón segir að væntanlegar stefnuákvarðanir Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar muni valda róttækum breytingum í landbúnaði á næstu árum og því verði aðild að ESB fremur til þess fallin að styrkja landbúnaðinn heldur en hitt. Jón segir sameiginlega fiskveiðistefnu ESB ekki eiga við á Íslandsmiðum þótt sjávarútvegsmálin komi til með að vera erfið viðfangs í samningum við sambandið. Viðurkennt er að útlendingar eiga ekki rétt til veiða á Íslandsmiðum bæði vegna nálægðarreglu ESB og reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika. Jón segir vanda Íslendinga á sviði gjaldeyrismála- og peningamála augljósan. Segir hann íslenska hagkerfið samanstanda af þremur gjaldmiðlum, íslenskri krónu, verðtryggðri og gengistryggðri krónu og svo evru. Seðlabankinn hafi hins vegar einungis stjórn á íslensku krónunni en til að hafa áhrif á önnur viðskipti þurfi hann að forskrúfa hana. Slíkt gangi ekki nema á stuttu millibilsskeiði og því sé evran framtíðarvalkostur. Að lokum segir Jón fulla aðild að ESB fela í sér nýja skilgreiningu fullveldis þannig að þættir þess verða sameiginlegir. Hins vegar feli aðild í sér ekki einhliða takmörkun á fullveldi Íslands þar sem úrsögn úr sambandinu sé ávallt fyrir hendi. Það eyði öllum vafa um stöðu fullveldisins.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira