Innlent

Kviknakinn á Suðurlandsvegi

Lögreglan á Selfossi stöðvaði í fyrrinótt erlenda konu sem reyndist vera ölvuð undir stýri. Eftir að búið var að taka úr henni blóðsýni og taka af henni skýrslu, hringdi hún í sambýlismann sinn af sama þjóðerni, og bað hann að sækja sig á lögreglustöðina.

Hann brá skjótt við, kom akandi á stöðina og vildi sína konu, og engar refjar, en var þá umsvifalaust tekinn úr umferð, þar sem hann var líka drukkinn. Um svipað leiti stöðvaði lögregla ökumann á Suðurlandsvegi sem reyndist vera út úr skakkur af fíkniefnaneyslu og auk þess kviknakinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×