Viðskipti innlent

Actavis innkallar hjartalyf

Lyfjafyrirtækið Actavis hefur innkallað hjartalyf, sem framleitt er í verksmiðju fyrirtækisins í Bandaríkjunum og selt þar undir merkjum Bertek.

Ástæðan er að við gæðaeftirlit félagsins fanst ein tafla í tvöfaldri þykkt, en lyfið getur jafnvel verið lífshættulegt ef það er tekið í of stórum skömmtum.

Actavis hefur sent frá sér tilækynningu þar sem sjúklingar eru beðnir að skila lyfinu í næsta apótek.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×