Organisti upplifði óþægindi stúlknanna vegna Gunnars 5. maí 2008 17:12 Jörg Sondermann, organisti við Selfosskirkju. „Já, það er rétt, ég var staddur í kirkjunni við æfingar með stúlknakórnum í þau skipti sem sóknarpresturinn, séra Gunnar Björnsson, leitaði á þær og olli það þeim miklu uppnámi, " segir Jörg Sondermann, organisti við Selfosskirkju, í samtali við Vísi. Jörg segist ekki hafa séð með eigin augum hvað gerðist en í báðum tilfellum þurftu stúlkurnar að skreppa á salernið en leiðin að salerninu liggur framhjá skrifstofu séra Gunnars í kirkjunn. „Stúlkan kom ekki til baka fyrr en eftir góða stund og var þá í miklu uppnámi. Eftir því sem ég komst næst hafði presturinn kallað stúlkuna, sem þá var um sextán ára gömul, inn á skrifstofu sína og látið vel að henni. En frásögn hennar var ekki í nákvæmu samhengi en eitthvað á þá leið að séra Gunnar hafi tekið utan um hana og kysst hana. Henni var mjög brugðið og óskaði eftir að fá að yfirgefa kirkjuna strax og fara heim," segir Jörg. Hitt atvikið gerðist nokkru síðar með mjög svipuðum hætti en Jörg ítrekar að hann hafi heldur ekki orðið vitni að samskiptum prestsins og þeirrar stúlku. Hins vegar hafi hann getað ráðið af viðbrögðum hennar að eitthvað ónotalegt hefði átt sér stað milli stúlkunnar og prestsins. „Viðbrögð beggja stúlknanna voru mjög á svipaða lund og þær treystu sér ekki til að halda áfram á æfingunni og flýttu sér heim til foreldra sinna," segir Jörg. Hann segist þekkja foreldra stúlknanna mjög vel og þegar þeir leituðu til hans með aðstoð við kæru á hendur séra Gunnari hafi hann sem kórstjóri og ábyrgðarmaður stúlknanna brugðist við á þann eina hátt sem hann taldi réttan. „Ég hét þeim stuðningi mínum í þessu máli eins og samviska mín bauð auk þess sem ég taldi það skyldu mína sem kórstjóra að standa þeim við hlið og styðja í þessu erfiða máli. En ég tek það skýrt fram að ég veit ekki með fullri vissu hvað nákvæmlega gerðist annað en lesa mátti út úr við brögðum beggja stúlknanna og slitróttri frásögn þeirra," segir Jörg enn fremur. Ekki að reyna að ná sér niður á GunnariSéra Gunnar BjörnssonJörg hóf störf við Selfosskirkju fyrir tveimur árum en hafði áður verið við vinnu í Hveragerði. Sóknarnefndin réð Jörg til starfa þegar séra Gunnar var fjarri í fríi og mun sóknarpresturinn því ekki hafa verið spyrður álits á nýja organistanum sem er fyrst og fremst píanóleikari og er Þjóðverji.Hann neitar því að honum gangi það eitt til að ná sér niður á séra Gunnari með stuðningi við stúlkurnar en játar að hann og séra Gunnar hafi ekki alltaf verið sammála um það í kirkjustarfinu sem sneri að tónlistinni.„Séra Gunnar er mjög klár maður og sjálfur mikill músíkant. Hann hafði sínar skoðanir sem stundum voru á svig við mínar. En það er bara eins og gengur og ég kannast ekki við að á milli okkar Gunnars ríki annað en virðing fyrir störfum hvor annars. Ég hef frá upphafi unnað við margt gott í fari prestsins en hann er einstaklega kurteis og velviljaður maður," segir Jörg Sondermann, organisti og kórstjóri Selfosskirkju. Tengdar fréttir Skýrslutökur í lok næstu viku Skýrslutökur yfir meintum fórnarlömbum séra Gunnars Björnssonar sóknarprests í Selfosskirkju munu fara fram í Barnahúsi í lok næstu viku. Þetta staðfesti Þorbjörg Inga Jónsdóttir, réttargæslumaður annarrar stúlkunnar, í samtali við Vísi í kvöld. 5. maí 2008 20:28 Prestur á Selfossi kærður fyrir kynferðisbrot Sóknarpresturinn á Selfossi óskaði í síðustu viku eftir lausn frá störfum eftir að hann var kærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum. 3. maí 2008 18:44 Séra Gunnar tjáir sig ekki um meint brot Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, vill ekki tjá sig um kærur tveggja unglingsstúlkna á hendur honum fyrir kynferðisbrot. Skýrslur verða teknar af þeim í byrjun vikunnar. Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra. 5. maí 2008 06:00 Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra prestinn Íbúar á Selfossi eru slegnir yfir fréttum af því að sóknarpresturinn hafi verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum. Samkvæmt heimildum fréttastofu íhuga tvær stúlkur til viðbótar að kæra prestinn fyrir kynferðisbrot. 4. maí 2008 18:30 Stúlkurnar á Selfossi yfirheyrðar eftir helgi Stúkurnar tvær sem séra Gunnar Björnsson sóknarprestur á Selfossi er sakaður um að hafa framið kynferðisafbrot gegn verða yfirheyrðar eftir helgina. 4. maí 2008 12:08 Biskupstofa fékk ábendingu um kynferðisbrot séra Gunnars Að sögn Steinunnar A. Björnsdóttur upplýsingafulltrúa Biskupstofu barst þeim umkvörtun um kynferðislegt áreiti við sóknarbarn af hálfu séra Gunnars Björnssonar fyrir skömmu síðan. 4. maí 2008 10:49 Sóknarbörnin eru slegin yfir kærunum á hendur séra Gunnari Eysteinn Jónasson formaður sóknarnefndar Selfosskirkju segir að sóknarbörnin séu slegin yfir kærunum á hendur séra Gunnari Björnssyni fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum í sókninni. 4. maí 2008 13:45 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
„Já, það er rétt, ég var staddur í kirkjunni við æfingar með stúlknakórnum í þau skipti sem sóknarpresturinn, séra Gunnar Björnsson, leitaði á þær og olli það þeim miklu uppnámi, " segir Jörg Sondermann, organisti við Selfosskirkju, í samtali við Vísi. Jörg segist ekki hafa séð með eigin augum hvað gerðist en í báðum tilfellum þurftu stúlkurnar að skreppa á salernið en leiðin að salerninu liggur framhjá skrifstofu séra Gunnars í kirkjunn. „Stúlkan kom ekki til baka fyrr en eftir góða stund og var þá í miklu uppnámi. Eftir því sem ég komst næst hafði presturinn kallað stúlkuna, sem þá var um sextán ára gömul, inn á skrifstofu sína og látið vel að henni. En frásögn hennar var ekki í nákvæmu samhengi en eitthvað á þá leið að séra Gunnar hafi tekið utan um hana og kysst hana. Henni var mjög brugðið og óskaði eftir að fá að yfirgefa kirkjuna strax og fara heim," segir Jörg. Hitt atvikið gerðist nokkru síðar með mjög svipuðum hætti en Jörg ítrekar að hann hafi heldur ekki orðið vitni að samskiptum prestsins og þeirrar stúlku. Hins vegar hafi hann getað ráðið af viðbrögðum hennar að eitthvað ónotalegt hefði átt sér stað milli stúlkunnar og prestsins. „Viðbrögð beggja stúlknanna voru mjög á svipaða lund og þær treystu sér ekki til að halda áfram á æfingunni og flýttu sér heim til foreldra sinna," segir Jörg. Hann segist þekkja foreldra stúlknanna mjög vel og þegar þeir leituðu til hans með aðstoð við kæru á hendur séra Gunnari hafi hann sem kórstjóri og ábyrgðarmaður stúlknanna brugðist við á þann eina hátt sem hann taldi réttan. „Ég hét þeim stuðningi mínum í þessu máli eins og samviska mín bauð auk þess sem ég taldi það skyldu mína sem kórstjóra að standa þeim við hlið og styðja í þessu erfiða máli. En ég tek það skýrt fram að ég veit ekki með fullri vissu hvað nákvæmlega gerðist annað en lesa mátti út úr við brögðum beggja stúlknanna og slitróttri frásögn þeirra," segir Jörg enn fremur. Ekki að reyna að ná sér niður á GunnariSéra Gunnar BjörnssonJörg hóf störf við Selfosskirkju fyrir tveimur árum en hafði áður verið við vinnu í Hveragerði. Sóknarnefndin réð Jörg til starfa þegar séra Gunnar var fjarri í fríi og mun sóknarpresturinn því ekki hafa verið spyrður álits á nýja organistanum sem er fyrst og fremst píanóleikari og er Þjóðverji.Hann neitar því að honum gangi það eitt til að ná sér niður á séra Gunnari með stuðningi við stúlkurnar en játar að hann og séra Gunnar hafi ekki alltaf verið sammála um það í kirkjustarfinu sem sneri að tónlistinni.„Séra Gunnar er mjög klár maður og sjálfur mikill músíkant. Hann hafði sínar skoðanir sem stundum voru á svig við mínar. En það er bara eins og gengur og ég kannast ekki við að á milli okkar Gunnars ríki annað en virðing fyrir störfum hvor annars. Ég hef frá upphafi unnað við margt gott í fari prestsins en hann er einstaklega kurteis og velviljaður maður," segir Jörg Sondermann, organisti og kórstjóri Selfosskirkju.
Tengdar fréttir Skýrslutökur í lok næstu viku Skýrslutökur yfir meintum fórnarlömbum séra Gunnars Björnssonar sóknarprests í Selfosskirkju munu fara fram í Barnahúsi í lok næstu viku. Þetta staðfesti Þorbjörg Inga Jónsdóttir, réttargæslumaður annarrar stúlkunnar, í samtali við Vísi í kvöld. 5. maí 2008 20:28 Prestur á Selfossi kærður fyrir kynferðisbrot Sóknarpresturinn á Selfossi óskaði í síðustu viku eftir lausn frá störfum eftir að hann var kærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum. 3. maí 2008 18:44 Séra Gunnar tjáir sig ekki um meint brot Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, vill ekki tjá sig um kærur tveggja unglingsstúlkna á hendur honum fyrir kynferðisbrot. Skýrslur verða teknar af þeim í byrjun vikunnar. Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra. 5. maí 2008 06:00 Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra prestinn Íbúar á Selfossi eru slegnir yfir fréttum af því að sóknarpresturinn hafi verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum. Samkvæmt heimildum fréttastofu íhuga tvær stúlkur til viðbótar að kæra prestinn fyrir kynferðisbrot. 4. maí 2008 18:30 Stúlkurnar á Selfossi yfirheyrðar eftir helgi Stúkurnar tvær sem séra Gunnar Björnsson sóknarprestur á Selfossi er sakaður um að hafa framið kynferðisafbrot gegn verða yfirheyrðar eftir helgina. 4. maí 2008 12:08 Biskupstofa fékk ábendingu um kynferðisbrot séra Gunnars Að sögn Steinunnar A. Björnsdóttur upplýsingafulltrúa Biskupstofu barst þeim umkvörtun um kynferðislegt áreiti við sóknarbarn af hálfu séra Gunnars Björnssonar fyrir skömmu síðan. 4. maí 2008 10:49 Sóknarbörnin eru slegin yfir kærunum á hendur séra Gunnari Eysteinn Jónasson formaður sóknarnefndar Selfosskirkju segir að sóknarbörnin séu slegin yfir kærunum á hendur séra Gunnari Björnssyni fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum í sókninni. 4. maí 2008 13:45 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Skýrslutökur í lok næstu viku Skýrslutökur yfir meintum fórnarlömbum séra Gunnars Björnssonar sóknarprests í Selfosskirkju munu fara fram í Barnahúsi í lok næstu viku. Þetta staðfesti Þorbjörg Inga Jónsdóttir, réttargæslumaður annarrar stúlkunnar, í samtali við Vísi í kvöld. 5. maí 2008 20:28
Prestur á Selfossi kærður fyrir kynferðisbrot Sóknarpresturinn á Selfossi óskaði í síðustu viku eftir lausn frá störfum eftir að hann var kærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum. 3. maí 2008 18:44
Séra Gunnar tjáir sig ekki um meint brot Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur á Selfossi, vill ekki tjá sig um kærur tveggja unglingsstúlkna á hendur honum fyrir kynferðisbrot. Skýrslur verða teknar af þeim í byrjun vikunnar. Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra. 5. maí 2008 06:00
Tvær stúlkur til viðbótar íhuga að kæra prestinn Íbúar á Selfossi eru slegnir yfir fréttum af því að sóknarpresturinn hafi verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum. Samkvæmt heimildum fréttastofu íhuga tvær stúlkur til viðbótar að kæra prestinn fyrir kynferðisbrot. 4. maí 2008 18:30
Stúlkurnar á Selfossi yfirheyrðar eftir helgi Stúkurnar tvær sem séra Gunnar Björnsson sóknarprestur á Selfossi er sakaður um að hafa framið kynferðisafbrot gegn verða yfirheyrðar eftir helgina. 4. maí 2008 12:08
Biskupstofa fékk ábendingu um kynferðisbrot séra Gunnars Að sögn Steinunnar A. Björnsdóttur upplýsingafulltrúa Biskupstofu barst þeim umkvörtun um kynferðislegt áreiti við sóknarbarn af hálfu séra Gunnars Björnssonar fyrir skömmu síðan. 4. maí 2008 10:49
Sóknarbörnin eru slegin yfir kærunum á hendur séra Gunnari Eysteinn Jónasson formaður sóknarnefndar Selfosskirkju segir að sóknarbörnin séu slegin yfir kærunum á hendur séra Gunnari Björnssyni fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum í sókninni. 4. maí 2008 13:45