Innlent

Sakar Stöð 2 um stjórnmálastarfsemi

Heimir Már Pétursson skrifar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra segir flokkinn enn beita sér fyrir því að lífeyriskjörum æðstu ráðamanna verði breytt, en vill ekki svara því hvort það gerist fyrir þinglok í vor.

Fréttastofan hefur undanfarnar vikur minnt á loforð formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins skömmu fyrir kosningar í fyrra, að eitt af fyrstu verkum Samfylkingarinnar í ríkisstjórn yrði að gera breytingar á lífeyrismálum æðstu ráðamanna sem nú njóta mun betri lífeyriskjara en allur almenningur og aðrir opinberir starfsmenn.

Ingibjörg Sólrún segir engu líkara en fréttastofa Stöðvar tvö sé í stjórnmálastarfsemi en ekki í rekstri fréttastofu.

Sjá viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×