Lífið

Brynjar og Steinunn til Indlands

Steinunn og Brynjar ásamt Hönnu Kristínu hönnuðu sem veitti þeim ráðgjöf eftir að þau unnu barnaherbergin.
Steinunn og Brynjar ásamt Hönnu Kristínu hönnuðu sem veitti þeim ráðgjöf eftir að þau unnu barnaherbergin.

Brynjar og Steinunn á Hæðinni fara til Indlands stuttu eftir lok þáttanna annað kvöld. Þangað fara þau í leit að viðskiptasamböndum og til að finna framleiðendur af eigin hönnun og annarra á þeirra vegum. Skartgripir og kjólar eru meðal þess sem framleitt verður á þeirra vegum.

„Við ætlum svo að vera með kynningarkvöld á Oliver," segir parið, en bætir við að dagsetning sé ekki ákveðin, hún verði auglýst síðar.

Þau hafa bæði haft mikinn áhuga á hönnun, ekki síst innanhússhönnun. Auk þess hefur Steinunn hannað skartgripi.

„Við erum bæði viðskiptasinnuð og ævintýrgjörn, þannig sameinum við þessa þætti," segir Brynjar.

Þess má geta að fyrir tveimur vikum ætluðu þau til Indlands í þessum erindagjörðum, en þá var tökum á Hæðinni nýlokið. Ferðin var ákveðin með stuttum fyrirvara sem dugði ekki fyrir Brynjar til að fá vegabréfsáritun. Hann sat því eftir heima á meðan Steinunn fór út, en hún hefur verið með annan fótinn á Indlandi í tvö ár. Þar hefur hún unnið að þessu verkefni auk þess að kaupa inn vörur sem þau selja á söluvefnum www.katina.is.

Parið er mjög spent fyrir úrslitakvöldinu á morgun. Þau búast við að fólk muni sjá til þess að besta parið vinni. „Með öðrum orðum, þeir sem hafi unnið flest rýmin hingað til," segir Brynjar að lokum og hlær.

Símanúmer Brynjars og Steinunnar í símakosningunni er 900 9021 og hægt er að senda SMS í 1918 9021.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×