Innlent

Vörubílstjórar mótmæla við Alþingishúsið

Frá Austurvelli.
Frá Austurvelli.

Hópur vörubílstjóra hefur safnast saman við Alþingishúsið þar sem þeir hyggjast halda áfram mótmælum sínum. Sturla Jónsson, talsmaður vörubílstjóra, segir enn mikinn hug í mönnum en þeir hittust í gærkvöld til þess að ræða frekari aðgerðir. „Það voru 80 manns á fundinum og við erum hvergi af baki dottnir," sagði Sturla.

Þingfundur stendur nú yfir Alþingi og er hugmyndin að þeyta flautur til þess að ná eyrum þingmanna. „Við viljum að þeir ræði við okkur og fari að vakna því þessi mál eru ekki í lagi," segir Sturla um baráttumál vörubílstjóra, lægra eldsneytisverð og breytt vinnutímaákvæði.

Vörubílstjórar hafa ekki boðað til mótmæla síðan til átaka kom á Suðurlandsvegi fyrir um tveimur vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×