Íslendingur í miðjum stríðsátökum í Líbanon 8. maí 2008 20:15 Einar Örn Einarsson /Myndin er fengin að láni á bloggsíðu Einars. Einar Örn Einarsson er þrítugur hagfræðingur. Hann starfar sem framkvæmdarstjóri á veitingastaðnum Serranos sem hann á með vini sínum. Einar er nú staddur í Líbanon að ferðast og fór yfir til Sýrlands í morgun. Hezbollah hafa lýst yfir stríði og bloggar Einar um ástandið eins og hann upplifir það. „Það er alveg magnað við þessi ferðalög mín að ég á það til að skilja eftir mig sviðna jörð. Ég flaug frá Cancun daginn fyrir fellibyl, eldfjall fór að gjósa þegar ég keyrði framhjá því í El Salvador og daginn sem ég var á leiðinni yfir landamærin til Kambódíu, þá var framið valdarán í Taílandi og Thaksin var steypt af stóli," skrifar Einar sem keyrði frá Líbanon yfir til Sýrlands með 5 sýrlenskum verkamönnum og bílstjára. „Og hvað gerist sama dag? Jú, Hezbollah hafa lýst yfir stríði í Líbanon." Á bloggsíðu Einars má sjá að ástandið í Líbanon hefur verið mjög eldfimt og með tilheyrandi verkföllum og fjölda hermanna á götum úti. „Í fyrradag í Trípolí var okkur tjáð að það væri verið að skipuleggja mikil mótmæli í Beirút og Trípolí og þegar ég fór útúr húsi snemma í gærmorgun var herinn mættur á aðaltorgið í Trípolí, tilbúinn fyrir allt," skrifar Einar. Þegar Einar kom svo heim eftir daginn í kvöld var augljóst að ástandið var að versna. Búið er að loka flugvellinum og ástandið á götunum orðið mjög slæmt. „Í gær ákvað svo ríkisstjórnin að stöðva símakerfi sem er rekið af Hezbollah og við það varð allt vitlaust. Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, kom fram í sjónvarpi og lýsti yfir stríði á hendur stjórnvöldum. Í dag og í kvöld hafa svo staðið yfir bardagar á milli súnníta og shíta í borginni. Það er vonandi fyrir þessa blessuðu þjóð að þetta sé ekki upphafið á einhverju slæmu." Hægt er að fylgjast með Einar á bloggsíðu hans. Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Sjá meira
Einar Örn Einarsson er þrítugur hagfræðingur. Hann starfar sem framkvæmdarstjóri á veitingastaðnum Serranos sem hann á með vini sínum. Einar er nú staddur í Líbanon að ferðast og fór yfir til Sýrlands í morgun. Hezbollah hafa lýst yfir stríði og bloggar Einar um ástandið eins og hann upplifir það. „Það er alveg magnað við þessi ferðalög mín að ég á það til að skilja eftir mig sviðna jörð. Ég flaug frá Cancun daginn fyrir fellibyl, eldfjall fór að gjósa þegar ég keyrði framhjá því í El Salvador og daginn sem ég var á leiðinni yfir landamærin til Kambódíu, þá var framið valdarán í Taílandi og Thaksin var steypt af stóli," skrifar Einar sem keyrði frá Líbanon yfir til Sýrlands með 5 sýrlenskum verkamönnum og bílstjára. „Og hvað gerist sama dag? Jú, Hezbollah hafa lýst yfir stríði í Líbanon." Á bloggsíðu Einars má sjá að ástandið í Líbanon hefur verið mjög eldfimt og með tilheyrandi verkföllum og fjölda hermanna á götum úti. „Í fyrradag í Trípolí var okkur tjáð að það væri verið að skipuleggja mikil mótmæli í Beirút og Trípolí og þegar ég fór útúr húsi snemma í gærmorgun var herinn mættur á aðaltorgið í Trípolí, tilbúinn fyrir allt," skrifar Einar. Þegar Einar kom svo heim eftir daginn í kvöld var augljóst að ástandið var að versna. Búið er að loka flugvellinum og ástandið á götunum orðið mjög slæmt. „Í gær ákvað svo ríkisstjórnin að stöðva símakerfi sem er rekið af Hezbollah og við það varð allt vitlaust. Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, kom fram í sjónvarpi og lýsti yfir stríði á hendur stjórnvöldum. Í dag og í kvöld hafa svo staðið yfir bardagar á milli súnníta og shíta í borginni. Það er vonandi fyrir þessa blessuðu þjóð að þetta sé ekki upphafið á einhverju slæmu." Hægt er að fylgjast með Einar á bloggsíðu hans.
Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Sjá meira