Guðmundur virtist hafa valið sér fórnarlömb 9. maí 2008 11:14 MYND/Egill Dómarar í Byrgismálinu fara hörðum orðum um Guðmund Jónsson í dómnum sem kveðinn var upp í morgun. Guðmundur hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og hann virðist hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. Eins og fram hefur komið var Guðmundur dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum skjólstæðingum Byrgisins og þá var hann dæmdur til að greiða þeim samtals sex milljónir króna í bætur. Skipti máli að sæði hans færi inn í hana Ófagrar lýsingar eru af samskiptum Guðmundar og fórnarlamba hans í málinu. Þannig lýsir eitt fórnarlamba Guðmundar samskiptum sínum á þann hátt að hún hafi greint Guðmundi frá innstu málefnum. Fljótlega eftir það hefði Guðmundur farið að senda henni smáskilaboð þar sem hann hefði sagt henni hversu falleg hún væri og í einum skilaboðunum sagt henni að hann væri hrifinn af henni. „Á þessum tíma kvaðst A hafa verið farin að upplifa sig sem einhvers virði í augum ákærða og ekki síst í sínum eigin augum. Í framhaldi hafi ákærði tjáð henni að hann hefði dreymt kynlífsdraum um hana sem hefði verið á þann veg að hann hefði komið inn í eldhús í A-Götu þar sem hún hefði legið nakin á borðinu og hún verið þakin olíu, sem væri tákn um heilagan anda Guðs, og að þau ættu kynlíf saman sem væri andleg og líkamleg lækning fyrir hana og það skipti máli að sæði hans færi inn í hana og því hefði hann haft við hana samfarir á borðinu í þessum draumi. Hefði A fundist þessi orð ákærða heillandi, sérstaklega þar sem hann var hennar pastor og ráðgjafi," segir í dómnum. Taldi fórnarlömbum trú um að BDSM myndi hjálpa til við bata Dómurinn bendir á að Guðmundur hafi verið í forsvari fyrir meðferðarheimili fyrir einstaklinga sem hafi hrasað illa á lífsleiðinni og hafi nánast hvergi átt höfði sínu að halla þegar þeir leituðu til Byrgisins eftir aðstoð. „Allar hafa konurnar lýst því að þær hafi verið mjög illa á sig komnar andlega þegar þær komu í Byrgið og hefði ákærði smátt og smátt unnið traust þeirra og trúnað. Þær hefðu trúað honum fyrir innstu leyndarmálum sínum að áeggjan ákærða í þeim tilgangi að byggja upp traust milli ákærða og þeirra. Þá telur dómurinn sannað að ákærði hafi sagt þeim sögu af erfiðri kynlífsreynslu sinni í æsku í þeim tilgangi að sýna fram á einlægni sína og með þeirri aðferð aukið trúverðugleika sinn gagnvart kærendum," segir í dómnum. Ákærði hafi ýmist talið kærendum trú um að það væri vilji Guðs að þeir þóknuðust honum eða að BDSM-kynlíf myndi hjálpa þeim að ná andlegum bata. Misnotaði aðstöðu sína og fjárhagslega yfirburði Þá segir í dómnum að Guðmundur hafi brotið gegn konunum eftir að þær fóru frá Byrginu en þær hafi haldið áfram að taka þátt í samkomum og fleira. Konurnar hafi verið áfram í trúnaðarsambandi sem skjólstæðingar Guðmundar þar til yfir lauk. „Af öllu því sem að framan er rakið varðandi kæru hvers og eins brotaþola, er talið sannað að ákærði misnotaði aðstöðu sína og fjárhagslega yfirburði, veikleika skjólstæðinga sinna og leit þeirra í trúna á Guð, í þeim tilgangi að fullnægja eigin hvötum og kynlífsfíkn," segir dómurinn. „Það er mat dómsins að ákærði hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og virðist hann hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. Þá er það ákærða til refsiþyngingar að hann fékk í nokkrum tilvikum fleiri með sér til kynlífsiðkana ásamt viðkomandi stúlku og braut þá enn frekar gegn skjólstæðingi sínum," segir dómurinn enn fremur. Fullyrðingar Guðmundar um óvild haldlausar Guðmundur og nokkur vitni komu fyrir dóm og héldu því fram að nokkrir einstaklingar stæðu að baki þeim kærum sem lagðar hefðu verið fram hjá lögreglu. Undirrótin hefði verið persónuleg óvild einstakra manna. „Ekkert er fram komið í málinu sem rennir stoðum undir þær fullyrðingar og er vörn ákærða að þessu leyti haldlaus," segja dómendur. Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Sjá meira
Dómarar í Byrgismálinu fara hörðum orðum um Guðmund Jónsson í dómnum sem kveðinn var upp í morgun. Guðmundur hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og hann virðist hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. Eins og fram hefur komið var Guðmundur dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum skjólstæðingum Byrgisins og þá var hann dæmdur til að greiða þeim samtals sex milljónir króna í bætur. Skipti máli að sæði hans færi inn í hana Ófagrar lýsingar eru af samskiptum Guðmundar og fórnarlamba hans í málinu. Þannig lýsir eitt fórnarlamba Guðmundar samskiptum sínum á þann hátt að hún hafi greint Guðmundi frá innstu málefnum. Fljótlega eftir það hefði Guðmundur farið að senda henni smáskilaboð þar sem hann hefði sagt henni hversu falleg hún væri og í einum skilaboðunum sagt henni að hann væri hrifinn af henni. „Á þessum tíma kvaðst A hafa verið farin að upplifa sig sem einhvers virði í augum ákærða og ekki síst í sínum eigin augum. Í framhaldi hafi ákærði tjáð henni að hann hefði dreymt kynlífsdraum um hana sem hefði verið á þann veg að hann hefði komið inn í eldhús í A-Götu þar sem hún hefði legið nakin á borðinu og hún verið þakin olíu, sem væri tákn um heilagan anda Guðs, og að þau ættu kynlíf saman sem væri andleg og líkamleg lækning fyrir hana og það skipti máli að sæði hans færi inn í hana og því hefði hann haft við hana samfarir á borðinu í þessum draumi. Hefði A fundist þessi orð ákærða heillandi, sérstaklega þar sem hann var hennar pastor og ráðgjafi," segir í dómnum. Taldi fórnarlömbum trú um að BDSM myndi hjálpa til við bata Dómurinn bendir á að Guðmundur hafi verið í forsvari fyrir meðferðarheimili fyrir einstaklinga sem hafi hrasað illa á lífsleiðinni og hafi nánast hvergi átt höfði sínu að halla þegar þeir leituðu til Byrgisins eftir aðstoð. „Allar hafa konurnar lýst því að þær hafi verið mjög illa á sig komnar andlega þegar þær komu í Byrgið og hefði ákærði smátt og smátt unnið traust þeirra og trúnað. Þær hefðu trúað honum fyrir innstu leyndarmálum sínum að áeggjan ákærða í þeim tilgangi að byggja upp traust milli ákærða og þeirra. Þá telur dómurinn sannað að ákærði hafi sagt þeim sögu af erfiðri kynlífsreynslu sinni í æsku í þeim tilgangi að sýna fram á einlægni sína og með þeirri aðferð aukið trúverðugleika sinn gagnvart kærendum," segir í dómnum. Ákærði hafi ýmist talið kærendum trú um að það væri vilji Guðs að þeir þóknuðust honum eða að BDSM-kynlíf myndi hjálpa þeim að ná andlegum bata. Misnotaði aðstöðu sína og fjárhagslega yfirburði Þá segir í dómnum að Guðmundur hafi brotið gegn konunum eftir að þær fóru frá Byrginu en þær hafi haldið áfram að taka þátt í samkomum og fleira. Konurnar hafi verið áfram í trúnaðarsambandi sem skjólstæðingar Guðmundar þar til yfir lauk. „Af öllu því sem að framan er rakið varðandi kæru hvers og eins brotaþola, er talið sannað að ákærði misnotaði aðstöðu sína og fjárhagslega yfirburði, veikleika skjólstæðinga sinna og leit þeirra í trúna á Guð, í þeim tilgangi að fullnægja eigin hvötum og kynlífsfíkn," segir dómurinn. „Það er mat dómsins að ákærði hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og virðist hann hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. Þá er það ákærða til refsiþyngingar að hann fékk í nokkrum tilvikum fleiri með sér til kynlífsiðkana ásamt viðkomandi stúlku og braut þá enn frekar gegn skjólstæðingi sínum," segir dómurinn enn fremur. Fullyrðingar Guðmundar um óvild haldlausar Guðmundur og nokkur vitni komu fyrir dóm og héldu því fram að nokkrir einstaklingar stæðu að baki þeim kærum sem lagðar hefðu verið fram hjá lögreglu. Undirrótin hefði verið persónuleg óvild einstakra manna. „Ekkert er fram komið í málinu sem rennir stoðum undir þær fullyrðingar og er vörn ákærða að þessu leyti haldlaus," segja dómendur.
Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Sjá meira